miðvikudagur, júní 17, 2009

17. júní

Til hamingju með daginn landar :o)
Aldrei þessu vant er ég í fríi í dag og skellti mér í tilefni af því á eina Boot Camp æfingu, tveggja tíma. Fattaði líka að í dag er ár frá því að ég byrjaði í Búttinu, ár síðan ég byrjaði í þessari geðveiki, eina sem ég sé eftir er að hafa ekki byrjað á þessu fyrr....
Annars er lítið annað að frétta, vinna og vinna og reyna að nýta sumarið.
Í næstu viku er Jónsmessunótt og er ég mikið að spá í að láta gamlar áætlanir um fjallgöngur þá nóttina ganga eftir og tölta aðeins upp á Esjuna. Vandamálið er hin vegar það, ég er á kvöldvakt og svo strax morgunvakt þann 24. :o/ Reyni að fá þessu breytt annars verður það bara harkan sex í sólarhring ;o)
Er samt mikið að spá í að leggja í mig núna í smá stund...smá snús...

kv.
Apríl Eik

2 ummæli:

Ásta Marteins sagði...

Það er alltaf sama harkan í þér í "Búttinu" :)

April sagði...

já maður verður solfdið húkkt á þessu ;o)