laugardagur, janúar 31, 2009

Janúar 2009

Þá er janúar 2009 nánst liðinn og hvað er málið með það að vera vöknuð kl.7:30 á laugardegi þegar ég get varla hunskast á fætur kl 9 á virkum degi!!
Það er svo sem ekki mikið sem hefur á okkar daga drifið hérna...ég er enn í skólanum og það styttist óðum í próf, samt vefst þetta eitthvað rosalega fyrir manni að fara að læra (á morgun er 1.feb og fyrsta próf er 20 feb.!!!)
Ég er enn að massa Boot Campið og gengur bara vel, rosalegt stuð, samt tekst þeim eiginlega alltaf að nánast myrða mann....og svo mætir maður aftur 2 dögum seinna....

Hef svo sem ekkert við þetta að bæta neitt...er eitthvað slöpp og ætlaði niður á hlöðu í dag en held ég verði bara heima undir teppi að lesa, Binni er að fara í póker í dag þannig ég fæ smá frið.

Bið að heilsa ykkur gott fólk...

ps. Ásta ég er búin að laga "villuna" í fyrri pósti...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Haha :) En já... Gunni er víst að fara með honum Binna á þetta mót, þannig ég verð bara ein hérna að horfa á boltann :) Kannski maður skellir í sig eins og einum ÍSköldum :)

April sagði...

...Ásta mín, ef ég þekki þig rétt sem ég held ég geri...þá verður ekkert "kannski" ;o)

Nafnlaus sagði...

Vona að þú farir að finna það hjá þér að hrista þig í gang með þennan próflestur - you can do it mar!

April sagði...

já takk fyrir það...ligg reyndar núna upp í rúmi hóstandi, sjúgandi upp í nefið og hnerrandi (nánast allt samtímis) en þetta kemur