mánudagur, júlí 02, 2007

Bústaður

Við fórum upp í bústað á helginni...sem var fínt.
Ég mætti þarna galvösk hélt að ég mundi ekki gera neitt annað en að liggja og sóla mig til 5-6 en nei....það var skýað og vindur upp frá. Allt í lagi með það. Ég henti inn í ísskáp og fór að taka til, viðra sængurnar og ryksuga og gera fínt hjá okkur. Svo þegar ég var loksins búin að því öllum, haldiði ekki að sólin hafi bara látið sjá sig. Færði garðstólinn í skjól og tók með mér bók og öl og var þar þanngað til stelpurnar mættu (Allý og Una).
Þær sátu svo með mér þar til Binni kom og þegar hann var komin tókum við okkur til og grilluðum pullur (pylsur). Um kvöldið var svo spilað actionary (stelpur vs. strákar) Strákarnir (Binni & Nonni) skutu okkur ref fyrir rass en við burstuðum þá nú samt :oD Svo var farið í bjórspilið og því hætt eiginlega bara nokkuð fljótlega svo þetta færi nú ekki í tóma vitleysu...
Laugardagurinn var eitthvað hálf-ræfilslegur, strákarnir fóru í ánna til að losna við þynnkuna, sem virkaði víst, en við stlpurnar vorum bara að sóla okkur meðan færi gafst. Um kvöldið elduðum við svo alvöru grill mat og stóðum á gati. Svo hófst uppvaskið...en gekk ekki lengi því sökum lítillar rigningar er fjallið nánast tómt...höldum við. En þar sem allir voru eitthvað þreyttir og lúnir eftir kvöldið og daginn var bara ákveðið að bruna heim, hver í sitt kot.
Ég og Binni áttum svo góðan dag saman á sunnudaginn, sváfum vel og lengi út, eitthvað sem hefur ekki gerst lengi. Við kíktum aftur upp í bústað því það var eitt og annað sem við skildum eftir. Það sprakk á bílnum en við reddum því á no time. Grilluðum restina af pullunum og gáfum hestunum restina af brauðinu. Svo þegar við vorum að keyra heim fór bíllinn allt í einu og víbra og hökta og við höfum ekki hugmynd um hvað var/er að.
En það er í lagi því Binni fór og verslaði sér 1 stk mótorhjól, Honda Shadow....gegt flott nýkomið úr pakkanum...spr. hann muni hafa tíma fyrir mig eitthvað :o/ jújú...

Svo er bara að halda áfram að þykjast að njóta sólarinnar hérna í vinnunni...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey... hefðir bara átt að koma til mín í Húsafell.

Þar var sko STEIKJANDI HITI, bjór, gítar og söngur. Oooo var svooo gaman.

Heyrðu meðan ég man.. þá ætlaðir þú að bjóða mér í gítarpartý.. :)híhí

April sagði...

uuhhh...já meinar...ég skal bara finna eitthvað gítarpartý til að bjóða þér í ;o)

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir mig! :D