sunnudagur, nóvember 06, 2005

Keppni til jóla

Ég, Lára, og María vinkona hennar erum komnar í keppni. Svona Biggest Looser keppni ;0) og mun hún standa til 15.des og aftur eftir jól. Ég stend verst af vígi í augnablikinu en það er aldrei að vita nema ég skjóti þeim bara ref fyrir rass eftir mánuð eða svo....er ekki búnnar að ákv verðlaunin en hugmyndin var að fara í dekur og sú sem vinnur þarf ekki að borga :oD gegt kúl.....hvernig sem fer verður maður orðin flott(ari) og spengileg(ri) á jólunum. Talandi um jólin, þá ætlar Binni að koma og vera með mér um jólin fyrir vestan, þetta var hálf ömó í fyrir ;o) en svo verðum við hérna á áramótunum....audda......svo á ég afmæli þriðjudaginn eftir viku er að spá í að gera eitthvað eða kannski ekki.....veit ekki hvernig nennarinn verður hjá mér ;o)
og svo datt mér svolítið sniðugt í hug....fara að versla jólagjafirnar núna svo við þurfum ekki að vera að gera það í brjálæðinu í desember....aahhhh.....sko ég er klárari en þið haldi að ég sé.....
jæja ætla að fara að gera eitthvað hérna.....búið að vera brjálað að gera í þjónustuverinu í dag....enski boltinn og eitthvað rugl ;o)

1 ummæli:

Edda sagði...

þú ert klár beckus, ég hef alltaf vitað það!