þriðjudagur, maí 01, 2007

Esjan á verkalýðsdaginn

Ég var búin að auglýsa það grimmt (aðeins of sterkt til orða tekið) að ég og Hrafnhildur ætluðum á Esjuna í dag. Nokkrir sýndu áhuga ef fyrrplön mundu bregðast sem virtist ver líklegt en samt var það bara ég og Stebbi sem fórum upp.
Þetta var ágætisferð hjá okkur á ágætishraða en við fórum ekki alveg upp vegna slæms skyggnis...eins og síðast.

Ég fór svo í bað þegar ég kom heim, meikaði ekki að koma mér í sund og svo sváfum við öll fjölskyldan (ég Binni og Pjakkur) daginn meir og minna af okkur. Binni dreif sig núna til að horfa á leikinn, mamma og pabbi eru mat hjá Ásthildi frænku minnir mig (eru alla vega ekki heima og svara ekki gsm).
Ég ætla bara dóla mér í því að fá mér að borða og setja myndir á netið en getið kíkt á myndirnar hans Stebba hérna.
Mínar koma svo inn seinna....vonandi í dag...

Apríl kveður...og mánuðurinn líka

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heeeeelló!

Mikið varstu dugleg að labba Esjuna :-) Ég man þá tíð er ég skreið hana með Eddu vinkonu. Tjölduðum fyrir neðan og sváfum eina nótt með Tinnu tíkina mína (blessuð sé minning hennar :-)

Allavega, þetta var fyrir Júlla tíð. Fórum enga venjulega túristaleið sko! Og eins og fyrr segir þá þurftum við að skríða lokasprettinn. Gleymi aldrei þeim sáru VONBRIGÐUM að halda að maður væri NÆSTUM komin á leiðarenda þegar NÆSTA brekka tók við :-)

Edda vinkona gerði líka óspart grín af mér (reglulega þegar tal barst að Esjunni góðu) því ég Á VÍST AÐ HAFA SPURT HANA HVORT VIÐ ÆTTUM EKKI BARA AÐ HALDA NIÐUR AFTUR OG GRILLA HEHEHEHEHEHE. Fá okkur gott í gobbinn he he.

Úff, long story :-)

Allavega, til hamingju með árangurinn og til hamingju með daginn í dag :-)

Lengi lifi Esjan.

Solla

April sagði...

takk takk
tek þig með mér næst og þá förum við rétt leið ;o)