sunnudagur, apríl 29, 2007

Komið sumar

Einhver ákvað að sumarið væri komið....ég er ekki alveg sammála...
En ég er búin að fara á Esjuna 1 sinni og er að fara aftur á þri. Hrafnhildur í vinnunni fór með mér um daginn og ætlar aftur núna. Stebbi ætlar líka og kannski Karen og Ásta M. Það verður fríður hópur sem fer á fjallið á verkalýðsdaginn....svo í sund á eftir.
Bryn kom í bæinn á síðasta vetrardag því hún var að fara til London in the crack of dawn á sumardaginn fyrst. Við skemmtum okkur vel eins og í gamla daga og bíð ég bara eftir því að hún flytji í bæinn aftur.
Ég og Una erum svo byrjaðar að undirbúa stelpudaginn aftur og verður hann 12.maí núna í ár, sama dag og kosningar og Eurovísion, þannig það verður þéttskipaður dagur hjá okkur.

Fer svo að setja inn myndir af vogleðinni og sumardeginum fyrst og eitthvað meira..


bæbæ
Apríl Eik

Engin ummæli: