þriðjudagur, apríl 10, 2007

Páskarnir 2007

Páskarnir í ár voru bara nokkuð góðir...ég er alla vega mjög sátt.
Ég var að vinna til kl.22 á miðvikudaginn og þar sem Una var ekkert að gera dró ég hana út með mér. Binni var að hitta gamla skólafélaga þannig ég ákvað bara að hitta vinkonu mína líka.
Við byrjuðum á því að fara heim til mín þar sem ég hafði mig aðeins til og svo til Unu þar sem hún hafi sig til. Við fórum svo í bjór og spjall á Ölver sem vildi svo skemmtilega til að Binni var líka þar. Allt í góðu. Binni nennti svo ekki að vera mikið lengur og fór heim um 2 leitið sem telst nú nógu seint fyrir marga. Ég og Una fórum hins vegar á smá pöbbarölt, byrjuðum á Dillon, dönsuðum þar aðeins. Fórum svo á Celtic og út aftur. Kíktum aðeins á Hverfisbarinn bara upp á fönnið þar sem það var engin röð, fengum okkur sitthvorn bjórinn og fórum svo út með helminginn, not our kind of people.... Við kíktum á Kofa Tómasar frænda en sama og á Celtic, beint út aftur. Við fengum svo stimpil til að fara frítt inn á Pravda sem við nýttum okkur og dönsuðum aðeins meira. Þaðan átti leiðin að liggja á Amsterdam en þar sem við þurftum að borga okkur inn snérum við við og fórum á Dubliners. Þar hittum við gamlan kærasta hennar Unu sem bauð okkur í glas. Þá var nú vel liði á kvöld og sumir orðnir þreyttir og eitthvað meirar. Við komum við á Hlöllabátum og fegnum okkur "morgunmat" og ég keypti stóra pizzu á Pizza Pronto fyrir Binna, honum finnst þær svo góðar, mér reyndar líka.
Þetta var bara miðvikudagurinn.

Fimmtudaginn var bara afslöppun með þó góðum göngutúr og sama á föstudaginn með góðum hjólatúr.

Laugardagurinn var eitthvað á þekju en það var sömuleiðis kíkt aðeins út þá. Una fékk Allý vinkonu sína til að kíkja í spil til okkar og þegar því var lokið (ég og Binni RÚSTUÐUM háskólanemunum!!!) fórum við niður í bæ. Binni hitti félaga sína þar en ég og Una hittum Maríurnar á Ölstofunni. Una fór svo fyrr heim einhverra hluta vegna þannig ég, Allý og Maríurnar sátum eftir og kjöftuðum. Það var loka kl.3, náðum að draga það til svona hálf fjögur, þá mætti ég Binna á leiðinni niður eftir og við fórum saman heim...ddöööö...fengum okkur sitthvora samlokuna og lognuðumst svo útaf.

Á sunnudaginn fengum við páskaegg og lamb hjá mömmu...Júlli bróðir mætti með stelpurnar sínar og svo Róbert bróðir líka.
Eftir matinn var setið og spjallað á melltunni og svo bara drýfa sig heim.

Í gær, annan í páskum, var aftur móti tekin U-beygja í mataræði og steiktu fiskur í matinn hjá okkur hjónaleysunum. Við skelltum okkur svo í bíó á Wild Hogs sem var bara hin ágætasta skemmtun.

Núna er svo vinnuvikan byrjuð aftur á fullar og ræktin/átakið líka.

Bið að heilsa í bili...

Apríl Eik

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rústað smústað... ég vil ekki heyra svona bull mín kæra! Þið unnuð svosum fyrri leikinn, en ekkert rúst neitt!

April sagði...

hehhe...nei þetta var líka meira háð á okkar hálfum ;o)
held það hafi verið vínið sem var að vinna með okkur ;o)
það verður rematch...