Mikið rétt mánuðurinn minn er byrjaður. Ég gerði þau miklu mistök að lýsa því yfir við Binna að hann gæti ekki látið mig hlaupa 1. apríl þar sem ég heiti nú Apríl....ég hafði rangt fyrir mér....
Ég fer að að vinna kl.10 um morguninn og Binni hringir í mig og spyr hvort ég hafi séð Fréttablaðið, sem ég hafði ekki séð. Hann segir mér að fletta upp á blaðsíðu 16 og sjá hvað er skrifað um nafnið mitt þar. Ég fe á netið og fletti upp á visir.is og á bls 16 í Fréttablaðinu er grein um mannanöfn, alls ekki ólíklegt að nafnið mitt komi þar einhvers staðar fram. Þannig ég tek mig til og prenta út greinina og les hana í gegn, nokkuð góð grein b.t.w., nema hvað ég sé hvergi nafnið mitt. Ég fer aftur á síðuna og ath hvort það sé í hinni greininni, þar er talað um nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt, aftur alls ekki ólíklegt að nafnið mitt komi þar fram en ég bara finn það ekki. Loks hringi ég í Binna og spyr hann útí þetta, af því ég finn þetta ekki....hann segir: "jú þetta er ofarlega á síðunni, ofar, ofar, aðeins ofar....1.apríl!!!!!" Ég var svo rosalega fúl útí hann að ég held hann þori ekki að reyna að láta mig hlaupa 1.apríl afur :o/
Bíðið svo bara og sjá hvað ég geri til að hefna mín...kannski ekki næsta ár eða þar á eftir en það mun koma ;o)
Svo erum við eiginlega bara komin í páskafrí....
bið að heilsa í bili...
1 ummæli:
Híhíhí... ég dáist að hugrekki Binna fyrir að leggja í þetta - og hann má alveg fela sig undir sófanum hjá mér ef þú ert að hlaupa æf á eftir honum!
Skrifa ummæli