mánudagur, maí 14, 2007

Stelpudagurinn bleiki

Stelpurdagurinn tókst með stæl hjá okkur...
við byrjuðum á því að hittast hjá Unu og fá okkur Subway. Sáttum svo heillengi hjá henni að spjalla um eitt og annað, þannig skautarnir duttu upp fyrir, en það var bara í fínu lagi. Við skelltum okkur í sund og spókuðum okkur þar í góðan klt. Fórum svo aftur heim og fengum okkur taco, með misjöfnum árangri. Við fylgdumst svo spennt með Eurovision og vorum komin með góðan drykkjuleik.
Áttum að drekka þegar komi hallærislega tæknibrellur á sviðinu, dansarnir voru flottari en lagið, eldur, rok og reykur á sviðinu og eitthvað meira eurovision hefði, fannst samt furðu lítið af kjólskiptingum hjá kvenkynskynninum.
Svo stiga gjöfin:
Ef England fær stig - drekka
Ef England fær 8/10 stig - drekka allt glasið
Ef England fær 12 stig - skot
Ef Bulgaria fær 8 + stig - drekka
Ef Armeni fær 8+ sitg - drekka


og viti menn....England fékk 12 stig frá bloodddy Írunum!!!! ekki nóg með það, næsta land sem kom á eftir Írlandi, gaf Bulgariu og Armeniu 8/10 stig...það var sem sagt nóg að gera hjá okkur. Ég var alltaf jafn hissa á því hvað bjórinn minn kláraðist hratt :o/

Við skelltum okkur svo niður í bæ og byrjuðum fótgangandi...eftir smá stund stoppaði mjög elskulegur leigubílstjóri fyrir okkur...takk fyrir það....

Vorum svo sem ekki lengi í bænum, alltof mikið af fólki til að nenna að vera að standa í röð og eitthvað rugl og vesen....

Ester fékk Ágúst til að sækja okkur og skutla mér og Allý heim....sunnudagurinn var svo frekar góður en ég ákvað að núna verður tekin smá djamm pása fram að Flateyarferðinni 20-22 júli!!!

Meira var það ekki sem gerði þessa helgina....við komumst ekki áfram í Eurovision, land frá Austur Evrópu vann (reyndar alveg réttmætlega) og stjórnin féll ekki, alla vega ekki alveg...

Bið að heilsa í bili...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Stelpudagurinn bleiki" hefur þá verið tekinn með trompi ... en ekki hvað! Átti nú ekki von á öðru hehehe.

Hilsen,
Solls

April sagði...

að sjálfsögðu ekki....þú verður með næsta ár

Nafnlaus sagði...

Bleiku brjóstin eru enn uppi á hillu hjá mér sko :D

April sagði...

long live the pink boobs!!!

Nafnlaus sagði...

hmmmm, hljómar spennandi :-) I´m IN next year!


Og já þá tekur Ísland þetta með trompi ... með Geir Ólafs í gervi Leoncie ... I´m SURE!!!!!