þriðjudagur, júní 20, 2006

Esjan

jæja þá er maður búin að því...ég gekk á Esjuna í gær, eitthvað sem ég var búin að segjast ætla aldrei að gera ;o)
en jújú maður lkét hafa sig upp á hrúgaldið mikla og því verður ekki neitað að útsýnið er nokkuð fallegt. Fór með Huldu Símastelpu og nokkrum félögum hennar. Hulda var leiðsögumaður ferðarinnar og verður það ekki aftur þar sem hún leiddi okkur skilmerkilega útaf leið, í gegnum einhvern skóg og yfir einhvern hrygg. Eftir miklar pælingar var ákveðið að labba til vinstri þar sem þar ver "erfiðari" leiðin og við ættum að komast að einhhverjum stíg sem við gerðum. Eftir að hafa fundið stíginn tók við grjótug brekka sem var í rauninni ekki mikið betri en það sem við höfðum gengið áður. En við vorum á réttri leið og á toppinn komumst við og skrifuðum í gestabókina og allt. Eins og alltaf þegar menn eru komnir á toppinn liggur leiðin niður. Við bröltum þetta eins og fatlaðarfjallageitur og ekki laust við það að einhverjir sem komu á toppinn á eftir okkur tóku nett frammúr þegar við komum úr hömrunum. Þetta ferðalag tók allt í allt 3 klt og er stefnan sett á að gera þetta aftur í næstu viku, eða alla vega mjög fljótlega, þar sem þetta tekur svo vel á rass og lærvöðvunum ;o). Binni ætlaði að faðma mig þegar ég kom heim en hætti við því það var víst svo mikil svitalykt af mér... :0/ en eftir góðar teygjur í sturtu var horft á vídeó, Derailed.
Set svo inn myndir af næstu ferð, þá er kannski hægt að sýna útsýnið þar sem það var svolítið bláskýjað í gær að himinn og sjór runnu eiginlega í eitt...

Meira var það ekki

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingu með afrekið sem þú ætlarði ekki að afreka!

April sagði...

takktakk alls ekkert stolt af því

Nafnlaus sagði...

Alltaf að taka með sér kort, áttavíta, nesti (til 2ja daga) og góða ullarsokka.
Svo er alltaf betra að hafa leiðsögumann sem ratar

April sagði...

Leiðsögumanna titillinn var líka tekinn af henni eftir 30 mín