jæja þá eru þau gömlu flutt að vestan. Ég, Binni og Júlli fórum vestur á föstudaginn, gekk ekki alveg áfallalaust því vélin sem átti að fara kl.17:15 lagði af stað kl.21:50...það var sem sagt ófært til Ísafjarðar...í JÚNÍ!!! En jújú við komumst heil á leiðarenda. Svo var bara byrjað snemma álaugardaginn að vera útí gám. Mamma hetja hafði verið búin að pakka mestu niður í kassa, þannig morgunleikfimin byrjaði á því að bera ca. 50 kassa útí gám, misstóra og þunga, þegar það var búið kom píanóið sem var frekar erfitt að horfa upp á, heyrðist nokkru sinnum brak og brestir á leiðinni niður stigann. Eftir það rúllaði þetta nokkuð jafnt og þétt allan daginn og kl.18 vorum við alveg búin og fengum okkur bjór og pizzu. Pabbi fékk þá frábæru hugmynd að halda aðeins upp á síðasta kvöldið okkar á Urðarvegi 80 og keypti freyðivín, það var skálað og tekið fullt af hópmyndum, fyrst hérna megin á svölunum, og svo þarna megin og svo líka fyrir miðju með fjallið hinummegin með í bakgrunn. Daginn eftir var annað eins verk fyrir höndum sem var sófasettið og græjurnar. Svo um hálf 3 leitið vorum við búin að henda öllu útí gám, þrífa íbúðina og bara tilbúin að fara. Ég skal alveg viðurkenna það að horfa á íbúðina svona tóma er eitt það erfiðasta sem ég hef gert og fór náttúrulega að háskæla því það er erfitt að kveðja uppeldiststöðvarnar. Þar með lauk 20 ára búsetu mömmu og pabba á Ísafirði. Af stað fórum við og líka tekin mynd af Arnarnesinu inn fjörðinn svona í síðasta sinn...í bili.
Á leiðinni suður stoppuðum við nokkru sinnum og tókum myndir og voða gaman. Stoppuðum á Brú og fengum okkur að borða og héldum ferðinni áfram og vorum komin í bæinn um kl.22.
Næsta helgi verðu eitthvað svipað nema í staðinn fyrir að hlaupa með sót af 2. hæði og út í gám verður það úr gámnum upp á 2.hæð.
Þó það hafi verið erfitt að segja bless við Urðvarveginn (erum í rauninni ekki að segja bless við Ísafjörð því hann verður þarna áfram og við getum alltaf farið þanngað, bara ekki heim á Urðaveginn) þá verður mjög gott að fá gömlu hjónin til Reykjavíkur og geta hitt þau nánast daglega.
Þá er þessi færsla komin..verður sjálfstætt framhald í næstu viku þegar við flytjum þau inn...
ps.
Nafnið er ekki alveg komið því það á eftir að koma formlega staðfesting frá mannanafnanefnd en formaðurinn fór í sumarfrí áður en staðfestingin var send inn...þetta gat ekki gengið áfallalaust fyrir sig...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli