miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Sumarfrí og brúðkaup

Ég er þá loksins komin í sumarfrí...fór í það fyrst á mánudaginn en finn alminnilega fyrir því núna þar sem ég er yfirleitt í fríi mán og þri eftir vinnuhelgi. Ég byrjaði fríið vel með því að vera bara heima og slappa af í 2 daga :o) það má alveg.
Ég fór svo að leita að buxum fyrir brúðkaupið sem við erum að fara í á laugardaginn og fann einar í NEXT í Kringlunni, eftir vægast sagt mikla leit. Það er Kristín systir hans Binna sem er að fara að ganga í það heilaga og verður það mikil veisla.
Ég byrjaði líka í rope yoga á þri og fór hann bara rólega af stað, kenna fólki svona undirstöðuæfingarnar, býst við því að það verði aðeins meira puð núna á morgun þó þetta hafi tekið alveg ágætlega á þarna í gær. Skólinn byrjar svo 28.ágúst eða 1.sep, ég er komin með efnafr. bókina upp og byrjuð að lesa aðeins í henni, Mér til mikillar ánægju er þetta að miklu leiti upprifjun fyrir mér. Þýðir samt ekki að ég megi slá slöku við í vetur.
Binni fór í veiðitúr í síðustu í viku í Langadalsá (rétt við botninn á Djúpinu) þar sem hann náði sínum fyrsta laxi. Binni sagði að hann væri ekkert rosalega stór en mér finnst hann bara vera nokkuð stór...
Annars er ekki meira af okkur að frétta, brúðkaup, skóli og vinna framundan.

Kv.
Apríl Eik

Engin ummæli: