Jæja þá eru jólin næstum því liðin og þá kemur þessi tími milli jóla og nýárs. Hvernig fór svo með jólin og allt það...sko, ég fékk 2 bækur "Viltu vinna milljarð?" og "Bláir skór og hamingja" fékk líka M:I III sem er svo sem ágæt til síns brúks ;o). Fékk líka blágráa slæðu/trefil, sporðdrekanælu og vettlinga og svona te stöff frá IKEA (fyrir hunang, te-ið og til að kreista sítrónu, voða flott). Þetta allt fékk ég frá mömmu og pabba, virðist vera mikið og dýrt en held þetta hafi verið ódýrara en lítur út fyrir ;o) Frá Ingu systir hans Binna fengum við Karen Blixten's Jul óróa, svipað og Georg Jensen óróinn nema silfur, og mjög flott jólakerti. Ég fékk líka ilmvatn frá Róberti bróði og svo rúsínan í pylsu endanum....ég og Binni ætluðum ekki að gefa hvort öðru fyrr en eftir áramót þegar hann kemur heim aftur. Nema hvað, það er svo pakki merktur mér frá Binna....og viti menn....haldiði að það hafi ekki verið Disney trivial pursuit!!!! Ég hafði sagt við hann að mig langaði svolítið í spilið en það væri örugglega of dýrt til að biðja um það. Hann hringir svo í Júlla bróðir þegar hann er kominn út á Leifstöð og biður hann um að ganga frá þessu. Hringir svo í mig og segir að hann eigi eftir að borga Júlla fyrir viðgerðina á bílnum og ég eigi að borga honum með peningnum sem Binni fékk úr veislu....þarf varla að taka það fram að ég fattaði ekki neitt!!!!
Ég á sem sagt Trivial spil sem ég mun líklega geta svarað langfelstum spurningunum, er ekki búin að opna spilið en mig klæjar í fingurna í að opna það.
En sjónvarðið þarfnast athygli minnar núna, ekki amalegt á Jóladag...fyrst James McAvoy svo Christian Bale og Hugh Jakcman
2 ummæli:
Já það er alveg á hreinu að þú og Una munið örugglega brillera í þessu spili
er samt ekkert of viss um það...las nokkrar spr úr báðum bunkunum (jr. og sr.) og þetta eru nokkuð erfiðar spr!!!
hlæakka samt til að prufa :o)
Skrifa ummæli