þriðjudagur, desember 20, 2005

Eiginnafnið Apríl

hérna er komin úrskurður mannanafnanefndar (hata þetta orð) fyrir eiginnafnið Apríl sem var kveðinn upp 25.nóv, sem sagt þetta er ekki mín umsókn sem er verið að hafna en verður líklega eitthvað á þessa leið

mál nr. 110/2005


Eiginnafn: Apríl (kvk.)Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.Eiginnafnið Apríl tekur ekki íslenska eignarfallsendingu (Apríl) og hefur ekki unnið sér hefð í íslensku máli. Það telst því ekki uppfylla ákvæði áðurgreindrar lagagreinar. Enn fremur hefur samnafnið apríl, sem er erlent tökuorð, unnið sér hefð sem karlkynsorð en ekki kvenkynsorð í íslensku máli.Þess skal að lokum getið að mannanafnanefnd hefur a.m.k. fimm sinnum hafnað eigin-nafninu Apríl á liðnum árum með úrskurðum nr. 33/1992, 53/1998, 45/2000, 46/2000 og 68/2000 og hefur ekkert nýtt komið fram sem réttlætir samþykki nafnsins.er það bara ég eða er svolítill pirringur í röddinni, eins og þau séu að segja "hættiði að sækja um þetta nafn, við erum ekkert að fara að samþykkja það!!!"

Fann líka smá grein á mbl.is um þennan sama úrskurð

Nicolas heimilað en Apríl hafnað
Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að nöfnin Bergrán, Nicolas og Aðaldís skyldu færð í mannanafnaskrá, en hafnaði nöfnunum Apríl, Engifer og Liam. Yfir 100 beiðnir hafa borist til nefndarinnar á árinu.
Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nafnið Nicolas þyki hafa áunnið sér hefð í samræmi við lög um mannanöfn, auk þess sem það taki íslenska eignarfallsendingu, og var það því samþykkt. Nöfnin Aðaldís og Bergrán þóttu einnig uppfylla öll skilyrði, og voru samþykkt. Auk þess var nafnið Gabriel samþykkt sem ritmynd nafnsins Gabríel.
Nafninu Apríl var hafnað á þeim grundvelli að það tæki ekki íslenska eignarfallsendingu, og hefði ekki unnið sér hefð í íslensku máli, og nafnið Liam þótti ekki ritað í samræmi við íslenskar ritreglur.
Engifer eða Engilfer?Sótt var um nafnið Engifer á þeim grundvelli að það væri svipað og nafnið Kristófer, nema hvað í stað Krists kæmi orðið engill. Telur mannanafnanefnd í úrskurði sínum að hér gæti annað hvort misskilnings af hálfu úrskurðarbeiðanda, eða umsóknin sé ekki sett fram í alvöru, enda ætti nafnið að vera Engilfer til að þessi rök ættu við. Orðið engifer sé hins vegar nafn á grænmetis- og kryddtegund og gæti orðið nafnbera til ama. Því var beiðni um að það yrði samþykkt sem mannsnafn hafnað.

takk kærlega fyrir mig....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ussuss... held að þú verðir bara að reyna að koma einhverjum að þínum vinum inn í þessa nefnd og sækja svo um elskan mín.

Ég mun þó kalla þig Apríl alveg óháð hvað einhverjir nefndarvitleysingar segja, mér finnst nú margir strákalegri en þú skal ég segja þér ;)

April sagði...

takk kærlega fyrir það og gleðilega jól lúfan mín