fimmtudagur, desember 15, 2005

Jólakápan í ár

jæja ég er búin að sjá til þess að ég fari ekki í jólaköttinn í ár...keypti mér geðveikt flott 1950 svarta kasmír ulla kápu í Next í gær. Varð hreinlega sjúk þegar ég sá hana, ester sagði einmitt að hún hafði verið sniðin á mig :o) þannig ég skellti mér bara á hana endan hef ég efni á því ;o)
við erum búin að kaupa jólagjafirnar en eigum eftir að pakka inn (og pakka niður) geri annað hvort í kvöld....og tek smá til og set í vél en annars ekkert jólastress enda verðum við heima á ísó þannig við þurfum ekki að kaupa jólatré, þurfum ekki að baka (gerðum heiðarlega tilraun til þess um daginn en það var hálfglatað) þannig það sem við þurfum að gera er að koma gjöfunum á rétta staði.
Fór á King Kong í gær með Ester og hún er bara nokkuð góð, var reyndar með hvað mestan ógeðshroll sem ég hef fengið þegar öll stóru skordýrin komu og fóru vesenast. Er að fara að losna úr vinnunni núna og ætla heima að pakka inn gjöfinni hans Binna þar sem við vorum svo sniðug að fela gjafirnar í sama skápnum, hann hægra meginn og ég vinstra megin (og búin að lofa að kíkja ekki ;s) )

Engin ummæli: