sunnudagur, apríl 13, 2003

Verslunarferð
Þetta var sko engin smá verslunarferð....ég kaypti mér 2x gallabuxur í GAP, eitt gallapils (ekki í GAP), 2x boli, einn síðerma, brjóstahaldara í Victoria's Secret og fimm nærbuxur þaðan og svo annað G-SHOCK úr eiginlega alveg eins og það gamla bara nýrri gerð.......og á samt slatta af pening.......;0)
En eftir leiðangurinn fór ég og Heiðdís í bíó á Phone Booth með Colin Farrle og hún er ótrúlega góð...gerist bara í símaklefa í N.Y. og Colin Farrel er meiriháttar, ógeðslega flottur :0) svo eftir þessa mynd langaði okkur líka til að sjá Bringing Down the House......nema hvað hún var sýnd 1 1/2 klt eftir hinni þannig okkur datt í hug að hún væri líka sýnd í bíóinu sem ég fer alltaf í í San Jose. Við keyrðum þanngað en vorum á 101 og þurftum að fara yfir á 280, tvisvar misstum við af afleggjaranum á 280 en hafðist í 3. tilraun, svo komum við í bíóið í S.J. og viti menn......hún er ekki sýnd og háltími þanngað til hún er sýnd í Mountain Veiw.....við lögðum s.s. aftur af stað á 280 til að fara í Mountain Veiw en fórum af 280 of snemma þannig við þurftum að fara aftur inná og halda aðeins áfram.....best af öllu var að við höfðum drukkið svo mikið kók á Phone Booth að við vorum báðar komnar á síðasta séns......en við náðum bæði að komast á klósettið og á myndina, samt 1 1/2 klt og við misstum næstum því af henni!!!!
En núna er ég að vinna í því að pakka niður, það reynist aðeins erfiðara en ég hélt því ég keypti svo mikið af fötum í gær að ég þarf líklega að steyp í töskurnar.......svo lengi sem þær fara ekki yfir 50 pund (ca. 25 kg) þá ætti ég að vera í lagi.....ótrúlegt dót sem safnast fyriri hjá manni!!!! En nóg í biliég ætla að halda áfram að múra ofan í töskuna......þetta var ekki svona erfitt þegar ég var að koma út!!!!! Skil þetta bara ekki......:0?

Engin ummæli: