Hann fékk loksins hvíldina langþráðu.
Hann var ein vingjarnlegasti og þekktasti róni Ísafjarðar og setti sinn svip á bæinn. Hann hét Sigurður, kallaður Siggi sæli eða bara Sæli því hann heilsaði öllum með "sæll/sæl" hvort sem hann þekkti viðkomandi eða ekki. Alltaf var hann með sígarettu í hendinni og alltaf var það bara stubbur, og svo labbaði hann bæinn fram og til baka á snigilshraða og alltaf hélt maður að hann mundi nú fara að hrökkva upp af....þetta var fyrir svona 10 -15 árum.
Loks fór hann á elliheimilið Hlíf og hvarf af götum bæjarins. Gekk sú saga lengi að hann væri látinn og hefur sú saga skotið upp kollinum með reglulegu millibili síðan.
Ég og Bryngerður ákváðum einhvern tíman þegar sagan gekk um bæinn að Sæli væri látinn að við mundum mæta í jarðaförina þó við þekktum hann ekki neitt. Við komumst nú líkalega hvorugar en alveg er ég vissum að kirkjan verði frekar full heldur en tóm, því þótt Sæli átti engin börn, né systkyn hans, sem eru að ég held líka látinn, þá þekktu hann allir (alla vega mín kynslóð og upp úr) og vilja flestir mæta og votta þessum manni virðingu sína.
Hann verður jarðsunginn á morgun kl.13
5 ummæli:
Æi já þessir bæjarkallar - hérna höfum við m.a. átt Gauja Galdró o.fl o.fl.
Merkilegt hvað þessir karakterar eru gamlir lengi...og einhvernvegin alltaf jafn gamlir!
ótúlegir kallar...spurði Maríu G. hvort hún ætlaði í jarðaförina og hún einmitt spurði...var hann ekki löngu látinn?
:S... Verð að segja að þú ert ekkert smá öflug í blogginu þessa dagana... Hmm áttu kannski að vera að læra ?
hmmm... ætli það hafi eitthvað með það að gera....veitiggi...
Skrifa ummæli