mánudagur, nóvember 17, 2008

Raunveruleiki lífsin

Eftir helgi kemur mánudagur með allri sinni...gleði?!?...held ekki...
Alla vega....laugardagurinn var meiriháttar í alla staðinn. Binni fór út í bakarí og keypti handa mér morgunmat og rós í rúmið, sem er bara næs. Með rósinni var lítill pakki því lyklakippan mín er orðin eitthvað druslulega þannig hann keypti nýja, það er lítill plastkuppur sem er búið að skera sporðdrekamerkið í (þið vitið hvernig þetta er, fæst í öllum blómabúðum). Þetta á að vera litla gjöfin, honum fannst ekki nóg að bjóða mér út að borða og í leikhús, og stóra gjöfin kemur með honum frá Tælandi (hann er að fara innan við mánuð!!!!)
Ásta og Gunni fóru svo með okkur, maturinn á Laugaás var bara meiriháttar og leikritið sko ekki síður, Vestrið eina. Ef þið eru að fara í leikhús á næstunni og langar á einhverja kolbikasvarta kómedíu þá mæli ég með þessari. Þröstur Leó og gaurinn sem lékk kærasta Silvíu Nóttar (greyið mun aldrei vera þekktur sem neitt annað) sýndu meiriháttar takta!!!
Eftir leikhúsið fóru Ásta og Gunni heim en skutluðu okkur á Fjörukránna til Júlla bróðir og Sollu, þau voru í óvissuferð með vinnunni hans Júlla. Vorum á Fjörukránni í stutta stund og tókum svo rútu í bæinn sem er ekki frásögu færandi nema við vorum 4!!!!!!!!!!! í rútinni.
Fórum svo á frekar óhefðbundinn stað...alla vega bjóst ég ekki við að fara þanngað inn nokkurn tímann en við fórum inn á Óðal!!! og viti menn...það var bara alls ekki svo slæmt...jújú það voru einhverjir stripparar þarna en ég gat ekki séð að þær væru mikið minna klæddar en sumar stelpur á djamminu (og fá ekki borgað fyrir það). Óðal fékk samt prik í kladdann hjá mér fyrir tvennt....eiginlega þrennt....ég fékk skot í tilefni afmælisins :o) og barþjónarnir sungu fyrir mig afmælissönginn, samt bara eftir að Solla var búin að biðja þá nokkru sinnum og svo í þriðja lagi þá gat ég farið úr skónum og labbað berfætt á teppinu...það er ekki hægt á mörgum stöðum í bænum!!!! en já þetta var svolítið spes....

Við fórum svo á bæjarins bestur þar sem Binni fékk sér pulsu við hin fengum okkur Hlölla og haldið heim á leið, vorum komin um 4 leitið.

Gærdagurinn fór svo í lítið annað en hausverk og lærdóm fyrir prófið sem ég er að fara í núna á netinu. Var líka í verknámi í morgun og er að fara að drekkja mér í verkefnum áður en ég fer að drekkja mér í próflestri...15.des ætla ég að drekkja mér í áfengi (1 hvítvínsglas mun líklega duga)

Bið að heilsa þar til einhvern tíman seinna....

kv.
Apríl Eik

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Weeee... gaman gaman.
Já ætli það megi ekki segja að það séu "litlu" hlutirnir sem gleðja mann þegar mar fer inn á svona stippstaði. En það er nú ekkert sjálfgefið að við kvennpeningurinn fáum að fara þar inn alltaf....

April sagði...

tja...það var svo seinna um kvöldið slatti af einhverju örðu kvkfólki þarna...og ekkert öðruvísi en ég og þú ;o)

Nafnlaus sagði...

Takk kærlega fyrir okkur :)