Jæja helgin leið mun hraðar en vikan......
Byrjaði á því á föstudaginn að fara í hreyfingu um morguninn með henni Lóu, duglegar stelpur. Svo á leiðinni út mætti ég ester og voru mikil fagnaðarlæti við endurfuninn. Strikið tekið á subway í kringlunni og svo verslað....Ester snaðist inní einvherjar búðir með míní fötum en svo tók ég völdin og henti henni í Next, fundum við þar nokkrar flíkur á mann....2 boli og gallabuxur fyrir hana og 1 peysu fyrir mig....gengum MJÖG sáttar út....tókum rúntinn fram og til baka í kringlunni og keyptum okkur hatta í aseccories (held ég skrifi þetta rétt) Ester keypti skærbleikan "einhverskonar" hatt og ég meira í jarðarlitum "hinskonar" hatt....geðveikar gellur ;)
Fórum svo á hverfisgötun ester fór í nördabúð en ég fór í töffarabúð (tattústofu), fékk mér samt ekki tattú í þetta skiptið ;) en ég gekk út með nyjann pinna í nefinu og er með grænann sem dettur úr ef maður er að fikta í honum...líður í því að hætta að fikta í nefinu.....
svo var strikið (allt meir og minn bein strik) tekið á köfunarbúðin því ég lofaði matta í köfun að ég skildi kom og hitta hann á fös með vinkonu minni.....gekk svolítið erfiðlega að finna pleisið en matti var svo sætur í sér að standa úti og vísa okkur vegin (by the way, flott U-beygja á miðri götunni hjá þér Ester) og við fórum inn að spjalla aðeins við hann. Ester fannst hann vera svolítið karlrembulegur fyrir að setja eitt og annað út á kvennfólk en ég sveif á bleiku skýi í þurrbúning þannig öllu niðrandi ummæli á kvennfólk skoppaði af mér (eða gallanum) svo var stefnan sett á mat....Lauga-ás!!!
Við gengum inn á Lauga-ás um hálf 5 leitið og fengum mér bjór, maturinn var að sjálfsögði gegt góður og eftirrétturinn megnaður (Tiramisu ísterta...mmmmm) og svo heim til mín....planið var að hafa sig til í róleg heitunum og kannski opna eina rauðvín á meðan (vann rauðvínspottin í vikunni og fékk 7stk...heppin) en nei!!! Það er farlægur draumur að ég og Ester getum haft okkur til í rólegheitunum.....hár, föt og makeup haft til á innan við 15 mín og svo keyrt (því Ester gleymdi gleraugunum í bílnum) í borgarleikhúsið....hefðum verið álíka fljótar að labba og fljótari heim á eftir.
Grease var mögnuð og Jónsi og Birgitta uxu SVOOOOOOOOOOOOOOOOOONA mikið í áliti hjá mér eftir þetta....góð frammistaða hjá þeim báðum...við héldum svo aftur heim þar sem ég hringdi í Lóu og hún skellti sér til okkar að hjálpa mér með rauðvínsflöskuna, seinna meir svo hvítvínsflöskuna því ég helti óvart smá rauðvíni á bolinn minn og varð því að opna hvítvínið....ææææi ohhhhh djö
Una hringdi svo í mig til að tékka á því hvað planið væri og ætlaði að hitta okkkur niðrí bæ...ekekrt mál minnir að við höfum hitta hana á Nell's þar sem við djömmuðum lengi vel. Hittum Bryn örstutt en týndum henni jafnóðum ;) Mér tókst svo að fá frítt skot á barnum fá barþjóninum (reyni þetta trix aftur einvhern tíman til að sjá hvernig gengur þá) en stelpurnar drógu mig út áður en ég gat þakkað fyrir mig....ætluðum svo á Glaumbar þar sem ég rakst á strák frá Ísó, hann gaf mér rós og ætlaði að bjóða mér bjór en (veit ekki af hverju) en Ester og Lóa fannst þeim endilega þurfa að passa mig eitthvað roslega þarna um kvöldið og drógu mig út aftur :( en ég fékk rósina
Ester og Lóa fór fljótlega heim og ég og una vorum eftir...við fórum á Glaumbar og djömmuðum þar og hittum Maríu (vinnur líka á Lauga-ás) þar sem María vissi að ég ætti nokkrar rauðvínsflöskur heima fannast henni voða sniðugt að fara heim til mín í partý og fá sér rauðvín kl.6:30!!!! Ég var ekkert sátt við það en gat ekki sagt nei við að hleypa henni og Unu heim og einvherjum gaur sem María var voða mikið að spjalla við....t+okst svo á endanum að henda liðinu út um 7:30 og fór þá að sofa....hepppin
Var ekki hressasta manneskjan á svæðinu daginn eftir en lifði af....fór með Ester á skautaeftir að hafa bundið fyrir augun á henni og keyrt yfir nokkra krakka komst ég á leiðarenda með hana ;) vorum ekkert smá lukkulegar með það að vera eins og hauslausir jólasveinar á svelli . Fórum svo heim til mín, lögðum okkur í 1.5 klt og fórum svo í smáralindina á subway (3.skiptið hjá mér á 2 dögum) og í bíó á Cheaper by the dozen...nokkuð góð mynd, gátum alveg hlegið af henni.....vorum orðnar svolítið lúnnar en forum aftur heim til mín að horfa á johnny depp og orlando bloom.....grrrrr....Ester fór reyndar áður en myndin var hálfnuð því við vorum báðar að leka niður....Ester flaug svo vestur fyrir fjalla um hádegið og ég fór að vinna kl.14 og þar með lauk helginni....og mjög vel heppnuð helgi það var fyrir utan afskiptasemina í nokkrum vinkonum.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli