þriðjudagur, mars 02, 2004

Karlmenn ömurlegir farþegar

Fór á kaffihús með 2 gaurum í gær sem er svo sem ekki frá sögu færandi nema ég keyrði......það er ekkert meira pirrandi og kemur manni í versta skap af öllu er þegar maður situr í bíl með 2 gaurum og þeir eru að segja manni til alla helvítis leiðina...."farður hérna....ekki skipta um akgrein.......hefðir ekki átt að gera þetta.....þetta er miklu lengri leið....." VERÐUR MAÐUR ARGUR!!??!! Svo voru þeir eitthvað að bauna á mig fyrir að hafa ekki tekið bílastæðið sem var næst þeim heldur á bílaplaninu sem var í mesta lagi 500m metrum í burtu....ÓÓÓÓÓÓÓNEI ÞVÍ LÍK HÖRMUNG AÐ ÞURFA LABBA ALLA ÞESS ANDSKOTANS LEIÐ!!!!! að eina sem kom í veg fyrir að ég geldi þá báða (hefði gert það samviskulaust....þær eru frændur og ég hefði gert heiminum greiða!!!) var það að ester hringdi í mig á þessu "leggja bílnum" tímabili og kom mér í gott skap :) ta luv, really needed that :0)
annars er það af henni að frétta er að húna ætlar að koma hingað í stórborgina reykjavík og við ætlum að skvísast...fara í leikhús og hingað og þanngað og margt fleira....girlsnight out!!!!

jæaj varð bara að koma þessum pirringi með þessi helvítist karlrembusvín og hálvitum (eru by the way frændur) frá mér....vil ekki heyra á gestabókinni að karlmenn séu betri ökumenn því þeir eru svo ömurlegir farþegar að þeir ættu ekki að fá að setjast upp í bíla....hey góð hugmynd þarna!!! Karlmenn fara í strætó og konur keyra einkabílum...ímyndið ykkur hvað árekstra-, hraðaksturs-, og ölvunaraksturtíðnin mundi snarlækka!!!! segjum það karlar í strætó og konur keyra rest......love it!!!
heyumst

Engin ummæli: