mánudagur, mars 08, 2004

Helgin mikla

Jæja þá fer að líða að því.....Ester kemur í bæinn....kemur með 10 fluginu á fös og þá verður sko glatt á hjalla í koti mínu ;)
Hér er palnið, það er ekki beisið,
við dettum í'ða og tökum pleisið
En án gríns þá ætlum við að fara út að borða á Lauga-ás, flottasta staðnum í bænum, og svo förum við á Grease sem er sýnt í Borgaleikhúsinu sem er bara hinumegin við götuna frá mér ;) Heppnar...
Svo verður bara trallað fram á nótt og dag og svo eitthvað sniðugt gert á laug (það er leyndó (er reyndar ekki alveg búin að setja saman dagskrá) ) og svo aftur trallað um kvöldið (systur munu drekka!!!) í stuttu máli sagt: Það verður fjör hjá stöllum :D
annars er ég bara búin að vera vinna og þarf líklega að taka mér smá frí á næstu dögum því stelpurnar skulda mér nokkrum vöktum....heppin... mamma og pabbi eru að koma heim á morgun og ég ætla aðeins að taka til í bílnum og fylla hann af bensíni (bara að grínast pabbi set á hann dísel ;) )og sæki þau svo á kefl á morgun.....
nema hvað ætla að fara að gera eitthvað að viti....nei hvern er ég að plata...ég geri aldrei neitt af viti ;p
heyrumst

Engin ummæli: