fimmtudagur, apríl 01, 2004

1. apríl (í alvöru)

jæja þá er 1.apríl næstum liðinn og viti menn....ég var ekki göbbuð en ég gerði smá aprílgabb.....reyndar framkvæmdi ég hugmynd eins kokks á kærustunni sinni....ég sem sagt hringdi á hana og sagði henni að þetta væri frá nemendaskrifstofu háskóla íslands og einhverra hluta vegna gátum við ekki séð að hún hafi borgað námsgjöldin sem væri svolítið skrítið því hún komst í gegnum clausus prófin (hún er í hjúkrun, eins og ég var), gallinn væri líklega hjá okkur en ef hán gæti komið með kvittunina fyrir 16:00 (klukkan var 15:00) niðrí skóla til að staðfesta það að hún væri búin að borga þá væri hlgt að klára að gera prófskránna og hún gæti tekið prófin....stelpugreyið var núvöknuð, uppí breiðholti, bíllaus og þurfti að fara að vinna klukkan 17:00...hún var EKKI hress, hehehehe ég þakkaði kærlega fyrir mig og lagði á, innan við 5 sek seinna hringir síminn hjá kærastanum því hann var með bílinn. Samtalið gekk einhvern veginn svona frá hans hlið: "mmmhh....jaá.....mmmmhhh....er niðrá Laugás.....verð svona 2 til 2 og hálfan tíma, nú??....jaaá, heyrðu veistu hvaða dagur er?? 1.apríl" og svo var skellt á.....hinu megin....hún hringdi svo aftur nokkru seinna í betra skapi yfir því að þurfa ekki að fara að leita að helvítis kvittuninni...... :)
en þetta er ekkert miða við það sem binni kokkur gerði nemanum okkar honum hrafni.....hrafn gegnur inn á laugás og binni segir honum að það hafi verið hringt frá matvás á ragga (yfirmaðurinn) og það væri eitthvað vesen útaf samningnum hans hrafns og hranf verði að fara niður eftir til tala við fólkið hjá matvís og raggi væri ekki við (sem hann var ekki) hrafn fær 1000kr til að kaupa bensín og hendist út. 5 mín seinna hringir binni og segir honum að raggi hafi komið og þurft að fara með honum en fyrst að hitta hann uppí mjódd til að millifæra í bankanum og redda þessu með honum...hrafn segir ok og hendist upp í mjódd....15-20 mín seinna hringir binni aftur, þá er hranf greyið búinn að bíða í svona 10 mín og leita að ragga en finnur hann ekki...og binni spyr....þú veist það er 1.apríl í dag?? hrafn öskraði eitthvað og skellti á...hehehehehe við vorum með horn og hala í dag í vinnunni
heyrumst seinna

Engin ummæli: