mánudagur, apríl 12, 2004

Páskahelgin

jæja þá eru páskarnir næstum því liðnir bara chill og rólegheit í dag. Var í hveró hjá völu og ömmu og fékk þar þennan fína kjúkling sem vala eldaði, hún bauð okkur rauðvín með matnum en bragðlaukarnir voru ekki upp á sitt best eftir árshátíðina hjá Lauga-ás um kvöldið þannig ég bara þambaði vatn og kók á milli.....hins vegar var rosalega gaman hjá okkur á laugardaginn.
Byrjuðum á því að hittast í morgunamat á laugaás, mín svaf aðeins yfir sig og var ræst út...allir mættir nema ég en ég segi að ég hafi bara verið "fasionably late" s.s. ca. 30 mín of seinn en það var í lagi því við höfðum um 1,5 klt til að háma í okkur....svo um 11 leitið kom rútan og skutlaði okkur upp í öskjuhlíð í keilu þar sem ég var jafnvíg á báðar, þ.e. hitti jafnlítið með vinstri og hægri tapaði glæsilega með 37 stig ;) en hverjum er ekki saman?!?! Svo var farið aftur um borð í rútuna og fengum við afhenta bjóra á línuna...kronenburg (minnir mig á bath hér um árið) og svo var keyrt út á land (eins og reykvíkingarnir segja það) eða alla leiðina til stokkseyrar eða eitthvert svipað....ekki þurfti að efast um stuðið í rútunni því þetta var karíókírúta en það var í rauninni ekki það sem hélt uppi stuðinu því Una og Lára og ég vorum mjög hæperar allar (ég þreföld í mínu mesta ofvirkniskasti). F'orum (veit ekki alvega hvert) en að skoða hellana sem paparnir (ekki hljómsveitin) heldur munkarnir gerðu hér í fyrndinni....fékk smá edinborgar fíling all over again og hringdi í ester til að segja henni það....ester heyrði ekki mikið í mér þannig ég hringdi aftur í hana áður en við fórum í sundið á stokkseyri....voða gaman í sundi, ljóð á ensku um April þ.e.a.s. mánuðinn april ekki stelpu sem heitir April (frekar en fyrri daginn) allir voða chillaðir og kúl í lauginni og ég tók mynd af tattúinu hans völla sem vill svo skemmtilega til að það er næstum því eins og mitt (sporðdrekinn) nema hans snýr niður og er í þrívídd ekki mitt en þau eru bæði gerð af fjölni.....ísland er lítið!!!! Svo vorum við rekin uppúr til að koma okkur í mat...enn og aftur var ég neðst, síðust, aftust, eða hvað sem þið viljið kalla það en ég var síðust út sem var svo sem í lagi.....við fórum og fengum okkur að borða í rauða húsinu maturinn var rosalega góður....jammí....tók fullt af myndum þar og kláraði andlitið nema varirnar (ekki mikið vit í því að setja á sig varlit og fara svo að borða) svo var farið á gaukinn þar sem buff var að spila.....plaisinu var lokað kl.3 en ég persónulega var orðin svo þreytt (og kannski eitthvað annað og meira eftir daginn og drykkjuna) þannig ég fór bara snemma heim 2-3 leitið....lá svo uppí rúmi (með nokkrum klósettferðum) til kl.16:00 þegar mamma koma að austan til að ná í mig í páskamat í hveró þar sem var étið og chilla og horft á sjónvarpið.....og svo í dag er ég bara að hanga ein heima og velta því fyrir mér hvað ég eigið að gera....kannski kíkja í efnafræðina eða líffærafræðina.....veitiggi
þar til næstum.....

Engin ummæli: