fimmtudagur, nóvember 29, 2007

afmæli og próflestur

Afmælið um daginn gekk vonum framar. Allir skemmtu sér frábærlega og síðasta fólkið fór út um 4 hálf 5 um morguninn. Ég og Binni vorum svo sniðug og fórum að taka til svo við þyrftum nú ekki að gera það hálf þunn daginn eftir.
Ég fékk fullt af flottu dóti, hring (ekki trúlofunarhring) og eyrnalokka frá Binna. Rosalega flott pennslasett frá Unu og Ómari, Maríu G. Láru og Eika og Allý (fyrir þá sem ekki vita þá er þetta pennslasett fyrir förðunardót), svo fékk 2 x gjafabréf, annars vegar frá Gumma og Björg og hins vegar frá liðinu hjá Símanum (Halla, Ásta & Gunni, Stebbi &Heiða, Inga, Kristrún og Rakel) auk 2 vínflaskna. Frá mömmu og pabba fékk ég leðurhandtösku og lítið handveski (svona þegar maður fer á jólahlaðborð). Ég fékk svo mikið meira frá fullt af fólki sem lét sjá sig og þakka ég bara kærlega fyrir mig.

Núna er allt partýstand sett á pásu fram yfir 17.des þegar ég er búin í prófunum, það fyrsta er núna á mánudaginn 3.des.
Ég og Binni fórum um daginn og kláruðum 90% jólagjafakaupunum og hitt kemur bara hægt og rólega í desember.

Ég set svo inn myndirnar af afmælinu á síðuna mína fljótlega.....kannski á eftir bara....

bið að heilsa í bili....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Verði þér að því elskan mín - og mundu svo að þú átt einn varalitapensil heima hjá mér ;)

Nafnlaus sagði...

ég kem við tækifæri í kaffi og sæki hann hjá þér