fimmtudagur, nóvember 15, 2007

25 ára í dag

Stóri dagurinn....orðin 25 ára :oD
magnaður árangur!!!
get samt ekki sagt að ég hafi breyst eitthvað mikið, en það verður mikið stuð og djamm á laugardaginn þannig ég er bara búin að vera að slappa af í dag, fór í hádegismat til mömmu og pabba og fékk í gjöf frá þeim rosalega flott leðurtösku, handveski (svona til að fara með á árshátíðir og jólahlaðborð) og svo Harry Potter nýjustu myndina.
Ég fæ gjöfina frá Binna á laugardagin, hann sagði að það væri skemmtilegra að fá hana þá heldur en í dag, þannig ég býð bara róleg.
Ætla að halda áfram að slappa af því á morgun ætla ég að hafa allt til fyrir laugardaginn svo ég þurfi að gera sem minnst á laugardaginn.
Þannig núna ætla ég að ná í Americas Next Top Model og skipuleggja daginn á morgun og eitthvað á laugardaginn.

takk fyrir mig í dag

Apríl Eik

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju med afmælið kelling.

Hlakka til ad sjá þig Á HELGINNI. hahahha

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir partýið og til hamingju með áfangann enn og aftur :D

April sagði...

takk takk...vona að allir hafi skemmt sér best en memo to me - næsta partý: drekka meira