þriðjudagur, nóvember 06, 2007

The final countdown

fann loksins niðurteljara til að telja niður dagana að prófunum...fann reyndar bara sem telur líka klt, mín og sek en ég er ekki það örvæntingarfull að ég sé að telja svo naumt niður, og svo held ég hann sé á öðru tímabelti þvi núna um kl.18:30 þá segir hann að það sé 39 dagar og ca. 3 klt.....prófið er kl.9 um morguninn en ekki um kvöldið....dunda mér við þetta í rólegheitunum....
en talandi um niðurtalningu....ég á afmæli eftir 9 daga og verð þá 25 ára ung
var að spá í því um daginn hvernig ég hélt að ég væri 25 ára og....látum okkur nú sjá, ég skrifaði þetta ekki niður en ég sá mig fyrir mér:
í háskólanum (reyndar lengra komin en 1. ár)
komin með kærasta (check) og barn/börn (semi-check, kötturinn getur alveg talist sem hálft-barn)
íbúð og bíl (nokkurn veginn, þó ég hafi ekki alveg lagt blóð, svita og tár í að kaupa þetta)
og svo mesti bömmerinn....ég sá alveg fyrir mér að ég færi svona (amk) 10 kg léttari en ég er núna

hverni verð ég eftir 10....neeee...5 ár....30 ára (vá, fékk alveg í magann núna)
Ég og Binni verðum komin með nýja íbúð við Rauðavað eða þarna í nýju hverfunum.
hugsanlega 1-2 börn
kötturinn verður enn þá að stjórna heimilinu milli þess sem hann leyfir krökkunum að toga í skottið (og bítur mig og Binna í hefniskyni)
ég verð búin að fara út til Afríku í sjálfboðaliðastarf,
ég verð í meistara eða doktorsnámi (eða ljósmóður) eftir hjúkrun.

þá er þetta skjalfest. verður gaman að kíkja á síðuna eftir 5 ár og ath hvernig staðan verður á þessu þá. hafði engar áhyggjur, ég er búin að vera með þessa síðu síðan í interrailinu með bryn 2002 (sést bara ekki af því ég þurfti að eyða því út í asnaskap!!!!) og held því alveg áfram næstu 5-10-15 + árin

Er að fara í mat

bið að heilsa í bili

Apríl Eik

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kannski spurning um að hafa þessa plælingu þá skrifaða einhversstaðar þar sem þú getur nálgast hana eftir 10 ár - svona ef þú tækir upp á að eiða einhverju meiru út í asnaskap ;)

April sagði...

ég veit alveg hvernig á að eyða síðunni út...prufaði að búa til nýa "platsíðu" og eyddi henni þannig ég veit hvað ég á EKKI að gera....það er hins vegar ekkert vitlaust að skrifa ýtarlegri framtíðarsýn og hafa þetta til haga einhversstaðar á góðum stað ;o)