mánudagur, desember 10, 2007

3 af 2

3 af 2 prófum búin....þau erfiðustu og verstu - félagsfræðin, lífefnafræðin og líffærafræðin. Var að klára líffærafr.ina í dag og held mér hafi gengið bara "lala". Nokkuð viss um að ég nái þessu en ég er ekki að fara að fá 8 eða 9, en að ná og komast í gegn er númer 1,2 og 3 get svekkt mig á hinu seinna meir.
Sálfræðin er svo á fimtudaginn, þannig ég ætla að taka mér smá tíma frá í dag í jólaföndur (búa til krans) og glugga svo í sálina í kvöld og leggjast í Fraudisma þri og mið. Síðasta prófið er svo Siðfræði (a.k.a. Heimspekileg forspjallsvísindi) á mánudaginn í næstu viku. Ég fer í klippingu og stípur eftir prófið á fimmtudaginn og svo nuddið sem við fengum í jólagjöf frá vinnunni í fyrra (já ég er búin að geyma það í ca. ár!!!) Ákvað eiginlega strax þá að ég skildi fara í nuddið eftir prófin núna. Ég og mamma ætlum að baka eitthvað (ekki vandræði) á þriðjudaginn og svo byrja ég að vinna aftur 19.des.
Ég og Binni erum búin að vera nokkuð dugleg að henda upp jóladótinu svona milli lestrastunda hjá mér og Binni fær mikið hrós og þakkir fyrir hvað hann er búinn að styðja mig mikið í próflestrinum (fara að heiman um miðjan dag ef hann er ekki að vinna, sjá um heimilið og fl.) Takk fyrir það elskan mín :o)
Svo verður bara spennandi að sjá nr. hvað maður lendir, ekki hvort maður komist inn eða ekki eins og áður, (105 af 108 sem komast áfram, tel mig örugga eina af þessum 105). Ég ætla ekki að gefa neitt út á hvar ég vil vera en maður setur markið hátt en ekki of hátt ;o)

jæja grenið vefur sig ekki um kransinn sjálft

Kv
Apríl Eik

Engin ummæli: