fimmtudagur, desember 13, 2007

Eitt próf eftir

félagsfræði. lífefnafræði, líffærafræði og sálfræði eru búin og bara siðfræðin (heimspekilega forspjallsvísindi) eftir sem er núna á mánudaginn
í heildina er mér bara búið að ganga nokkuð vel. Ég veit ekki hvort ég eigi að vera setja inn það ég sem held ég eigi eftir að fá í prófunum....set bara inn hvað ég fæ í þeim þegar einkunirnar (eða einkannirnar?!?) eru komnar í hús, en eitt er pottþétt - ÉG KEMST ÁFRAM!!! aðallega útaf því það eru 105 af 108 sem komast áfram ;o)

ég fór svo í jólaklippinguna í dag, nett-rauðhærð með koparstrípur. Tek því svo bara rólega í kvöld, kannski pakka inn jólagjöfum eða eitthvað. Svo ætla ég og mamma að fara að baka á mánudaginn og það verða víst bakaðar 4 smákökutegundir í ár :o/ Binni verður að fá sína súkkulaðibitakökur (eins og mamma gerði) og ég verð að fá mína pipar- og loftköku og svo ætlum við að prufa nýja tegund - maltesers eða eitthvað svoleiðis

jæja nóg í bili...kallinn að koma heim og Americas Next Top Model er að hlaða sig inn á tölvuna

Engin ummæli: