fimmtudagur, desember 27, 2007

Milli Jóla og áramóta

Þá eru jólin komin og farin enn eitt skiptið...þessu gegnu bara nokkuð vel fyrir sig eins og önnur. Ég og Binni fengum fulltfullt af gjöfum, minnti mann bara á það þegar maður var yngri og fékk laaaaaaaaaaangflesta pakkana.
En já hvað fengum við í gjöf....reyni að koma því sem mestu að en ég man þetta allt.
við fengum matar- og bollastell frá Emmu og Bubbu (systir og mamma Binna)
Binni fékk frá mömmu og pabba bindi og bindisrekka, einmitt það sem hann vantaði
Ég fékk ilmvatn og bodylotion frá m&p (maður á aldrei of mikið af svoleiðis)
Við fengum svo frá m&p George Jensen jólaskrautið 2006 og 2007 og rosalega flotta servíettu hringi sem mamma keypti úti. Lán í óláni að við fengum jólaskrautið 2007 frá ingu líka sem þau keyptu í USA en við getum skipt skrautinu 2007 og fengið fleiri servíettu hringi eins og þeir sem voru keyptir úti.
Við fengum bók frá m&p (man ekki alveg en vorum mjög ánægð með hana)
Ég fékk svo rosalega flott sléttujárn frá Binna og þægilega snyrtitösku frá Body Shop....einmitt það sem mig vantaði og langaði í.
Binni fékk svo flottan frakka frá sinni heittelskuðu...hélt fyrst að þetta væri einhver platgjöf af því hún var stór, mjúk og í Depenhams poka (innan undir jólapappírnum)

Þetta er svona það helsta sem við fengum í gjöf þetta árið og erum við rosalega sátt og ánægð með það. Maturinn var frábær, gæsabringa með rauðvínsperu og gratíneruðum sætum kartöflum í forrétt, hamborgarahrygg í aðallrétt og ístertu í eftirrétt.

Jóladagur fór svo í EKKERT annað en að liggka til skiptis upp í sófa að horfa á sjónvarpið og upp í rúmi að horfa á eitthvað í tölvunni.

Annar í jólum fórum við í jólaboð til Ásthildar frænku og svo í afmæli hjá henni Unu, hún er annað í jólabarn.

Ég er svo að vinna fim og fös...þó þetta sé nú ekki mikið þá má maður eiginlega ekkert vera að þessu....
Við verðum hjá m&p á gamlárskvöld og Júlli með stelpurnar sínar (allar 3). Hvernig kvöldið fer eftir miðnætti er enn óráðið....og verður það líklega eitthvað áfram

Ég skrifa líklega ekkert meira á þessu herrans ári 2007 og vil bjóða ykkur öllum gleðilegs árs og hlakka til að sjá ykkur á komandi ári

Engin ummæli: