þriðjudagur, júlí 29, 2008

Myndir

Myndirnar úr Flatey eru loksins komnar á netið, sjá hér til hliðar.
Endilega kíkið og helst kommenta takk fyrir ;o)
Annras er lítið að frétta, fór á mótorhjólið með Binna á sunnudaginn og fórum við á Þingvelli og tókum smá rúnt þar. Verslunarmannahelginn er framundan og ég er að vinna kvöldvakt lau og sunn en kíki eitthvað upp í bústað með Binna og familyu

Ekki meir í bili...

þriðjudagur, júlí 15, 2008

Flatey 2008

Þá er HELGIN liðin, og vá hvað það var gaman....veit varla hvar ég á að byrja þannig ég byrja á augljósum stað....byrjuninni.
Ég náði í hana Maríu Elísabet um hálf 12 og við lögðum af stað kl.12 í bílnum hans Nonna sem var vægast sagt pakkaður. Ég opnaði fyrsta bjórinn á leiðinni að taka bensín og María stuttu eftir....Binni stuttu eftir það. Við ætluðum að vera í samfloti með Ástu og Gunna, og Sollu og Tryggva. Solla og Tryggvi lögðu eitthvað seinna af stað þannig við hittum bara Ástu og Gunna í Borgarnesi í mat. Brunuðum áfram á Hólminn og hefðum ekki mátt vera mikið seinni því báturinn fór kl. hálf4 og við komin í bæinn um kl.3. Ég græjaði til miðana sem voru í voða fínu umslagi merktu mér og svo allir á bryggjuna. Þar hittum við restina af liðinu, Sissu (kærastan hans Palla sem kom á laugardaginn) og Lindu, frænka hennar Unu. Eftir smá tilfæringar á víninu (sumt fór í skápana annað upp á þilfar með okkur) fóru allir um borð í bátinn. Einum og hálfum klt seinna vorum við komin til Flateyjar. Þar mætti okkur móttökunefndin, Una og Ómar. Rétt eins og í fyrra voru töskunum skellt á vagninn og það "mikilvægasta" tekið með (a.k.a. vín) og rétt eins og í fyrra hófum við dvölina í Flatey á ratleik sem í ár hófst með nafnaleik. Ég og Una kölluðum hvern og einn upp og nældum á bakið á viðkomandi miða með nafninu á einhverri þekktri persónu. Fólki gekk misvel að finna útúr því hver það var og missáttir við sitt nafn (Binni fékk nafnið Keikó).
Svo hófst ratleikurinn sem ég segi frá í stuttu máli:
1. krossgáta með svarinu fyrir næstu vísbendingu - pósthúsið
2. tröllatankurinn - aftur niður að bryggju
3. sólaskífan við kirkjugarðinn
4. fleyið sem liggur í fjörunni
5. kirkjan
6. lundaberg - hæðsti punktur eyjunar.

Meðan fólkið hljóp eins og vitleysingjar fram og til baka rölti ég, Una og Solla þetta í rólegheitunum. Ég hljóp aðeins á eftir fólkinu til að taka myndir af því en þegar liðin hlupu í sitt hvora áttina ákvað ég bara koma mér niður í Vinaminni (húsið sem við gistum í). Eftir ratleikinn voru nokkur kapphlaup svona til að gefa þeim sem komu síðast færi á að vinna. Eitt þeirra var eggjahlaup og bað Una mig um að fara með eggin niður á planið þar sem kapphlaupin yrðu. Eitthvað hef ég misreiknað hæðina á tröppunni sem er fyrir neðan pallinn og hrundi í jörðina með skálina en braut ekki eitt einasta egg....reif hins vegar buxurnar mínar og krambúleraði á mér hægra hnéði.
Þegar var komið að því að fara í kapphlaupin var Binni orðinn eitthvað slappur í bakinu og ég kom í hans stað. Ætluðum fyrst að fá Stebba frænda hennar Unu (sem eftir þetta var þekktur sem staðgengillinn) en hann beilaði á okkur. Kapphlaupin voru pokahopp, eggjahlaup og reipitog. Veit ekki hvernig fór nema við unnum eggjahlaupið og ég spurði Unu að því hvort þær (hún og Solla) væru nokkuð búnar að fylgjast með hverjir væru að vinna, það var víst ekki.
Eftir ratleikin og kapphlaupin var farið upp í hús þar sem beið okkar mallandi kjötsúpa, var ekkert smá góð. Eftir kjötsúpuna var tekið í gítarinn og iPODinn, sem Binni og Nonni höfðu sett ákveðinn playlista fyrir Flatey. Nonni kom með BOSE hátalarann sinn til að njóta tónlistarinnar alminnilega en viti menn, taskan hans varð eftir á bryggjunni í Hólminni og var ekki önnur ferð þennan daginn....greyið Nonni fékk ekki töskuna sína fyrr en daginn eftir og voru þessi "mistök" mjög einkennandi fyrir hann það sem eftir var ferðarinnar....en hann var þó með vínið sitt.
Mikið var um drykkju og skemmtilega heit og þegar María braut vínglasið sem hún kom með ætlaði Tryggvi að vera það hjálplegur og ná í kúst í kústaskápinn undir stiganum en gekk víst ekki betur og braut glerið í mynd sem hékk fyrir ofan. Þá kom Binni honum til hjálpar svo Trygvi mundi ekki slasa sig eða aðra frekar. Þó nokkru eftir miðnætti fór fólk að týnast upp í rúm. Ég kom mér upp í rúm 10-15 mín eftir Binna og Gunna (við pörin vorum saman í herbergi) og Ásta svona 30 mín eða meira eftir mér og fór eitthvað leika sér við sokkana sína. Einhvern tíman um morguninn fór ég niður á klósettið (grunar það hafi verið um 7 leitið en ég skildi úrið mitt eftir heima) voru Nonni, María og Sissa eða Linda enn í fullu fjöri...orðatiltækið " í fullu fjöri" er afstætt í þessu samhengi, og ég fór aftur upp að sofa.
Heilsan á laugardeginum í ár var skárri en á laugardeginum í fyrra. Ég, Binni og Ásta röltum niður á bryggju til að ath með töskuna hans Nonna og komum henni heim, þetta var svona um hádegið en Nonni varð ekki var við töskuna fyrr en um 4 leitið. Ég og Binni lögðum okkur þegar við komum aftur í hús sem var voða gott. Solla og Tryggvi fóru með fyrri ferð til baka til að fara í þrítugsafmæli og misstum við af því að kveðja þau. Þau eru búin að lofa að vera 2 nætur næsta ár. Laugardagurinn var frekar rólegur, Ásta og Gunni tóku smá sightseeing af sjálfsdáðum, aðrir voru bara upp í húsi að sötra bjór, leggja sig, spila eða eitthvað annað.
Laugardagskvöldið var frekar lengi af stað enda fólk að jafna sig eftir mikil læti kvöldið áður. Eftir matinn fór ég, Ásta, Gunni, Una, Linda, Palli og Sissa í drykkjuleikinn sem Tryggvi hafði kennt liðinu kvöldið áður og náðum við að peppast nokkuð upp við það. Við kíktum líka á pöbbinn og það var víst kvartað undan okkur vegna hávaða því Ólöf Arnalds var með tónleika og húsið hljómbært með meiru. Binni og fleiri voru eftir upp í húsi með gítarinn og héldu upp góðu stuði a la Eiríkur Fjalar (í flutningi Binna). Við drifum okkur inn þegar veðrið var ekki sammála okkur lengur og héldum stuðinu áfram þar. Ólöf Arnalds kíkti til okkar, og barþjóninn og eitthvað fleira lið og var stemningin orðin nokkuð góð. Þau stoppuðu hins vegar frekar stutt. Binni átti nokkra góða takta með dansi við góðar undirtektir sem og sýndi fram á hvað hann getur verið rosalega ljótur eins sætur og hann er. Nonni gerði önnur mistök ferðarinnar þetta kvöld og tók í vörina. Hann hefur ekki tekið í vörina í mörg ár og lét sér ekki nægja einu sinni, ekki tvisvar heldur varð hann hann líka að væta þetta í bláum ópal. Enginn varð hissa daginn eftir þegar Binni sagði fólkinu frá ferð Nonna upp í svefnálmu...fyrir þá sem ekki vita þá er stiginn að svefnálmunni við hliðina á dyrunum að stofunni, þannig fólk labbar í gegnum dyrnar, snýr sér 180°, tekur hurðina frá stiganum (hurðin að stofunni) og labbar upp stigann..einfalt ekki satt?? Ekki fyrir Nonna sem náði ekki beygjunni og var svo góðar 5 mín að koma sér upp stigann. Partýið leystist fljótlega upp og fóru allir í háttin..
Sunnudagurinn var líka betri en sunnudagurinn í fyrra bæði hjá mér og Binna. Vorum komin á fætur um hádegið og búin að pakka niður því báturinn fór korter yfir 1. Fengum okkur morgunmat og skrifuðum í gestabókina, eitthvað held ég að ég hafi hlupið yfir ýmis atriði þar, þar sem það var verið að reka á eftir mér til að fara í kirkjuna. Getum ekki farið út í FLatey án þess að fara í kirkjuna.
Töskum og dóti var aftur skellt á vagninn og rölt niður á bryggjum með viðkomu í kirkjunni.
Á bryggjunni voru bara tveir skápar sem voru eiginlega orðnir fullir og Nonni passaði sig á því að koma töskunni í annan hvorn svo hún yrði nú ekki eftir í Flatey, hann gleymdi hins vegar bakpokanum með ferðatölvunni í vagninum. Ef það væri ekki fyrir góða vini til að passa upp á hann, þá hefði hann örugglega endað á Brjánslæk. Til að toppa þetta allt saman þá var afrifan á miðanum hans dottin af þegar hann ætlaði að ganga um borð og var miðinn því ógildur, eins gott að Una var með nokkra auka miða.
Heimferðin gekk þó nokkuð vel, Nonni keyrði, við hin (ég, María og Binni) sváfum.
Ég og Binni fengum okkur KFC í kvöldmatinn og video sem Binni sofnaði yfir og sendi ég hann inn í rúm kl.9. Svaf hann eins og barn til 8 um morguninn og hefði getað sofið lengur. Ég var á kvöldvakt í gær og fríi í dag. Gengur frekar illa að koma sér á fætur fyrir hádegi, sjáum til hvernig gengur á morgun fyrir morgunavaktina.

Svona var Flateyjarferðin 2008, takk fyrir mig og sjáumst að ári...