Þá er komið að því enn einu sinni...prófin eru búin, þau komu og fóru með öllum sínum hamagangi á einni viku. Gekk ágætlega og held ég hafi nú bara náð þessu öllu saman, tölfræðin er á einhverju reiki þar sem ég bara hreinlega kveikti ekki á heilu 20% dæmi og krossarnir voru ekkert til að hrópa húrra fyrir, 25% þar = 45% sem eru á mjög svo steingráu svæði :o/ En þetta er eitthvað sem mun koma í ljós eftir áramót og borgar sig ekkert að stessa sig á því :o)
Svo voru við með lítill hundaling í pössun sem heitir Spori og ber sko nafn með réttu, hann var hjá okkur í tvær vikur og fór núna til "ömmu sinnar" (mömmu hans Binna) í dag og var Bóbó sett í gang og gólfið skúrað líka!!!! Núna er alveg æðislega hreint og jólalegt en jólastússið heldur áfram á morguna, þá er að klára svefnherbergið, jólagjafir, jólakort og eitthvað fleira þannig það er nóg að gera....
hvað meira...Búttið er enn á sínum stað, nema á föstudag og mán og svo er ég líka í nýliðum Björgunarsveitarinnar Ársæl, hef reyndar ekkert mætt undanfarið sökum anna vegna prófa og jóla, en ég fer að bæta úr því ;o) Flugeldasala og fleira stuð :o)
Svo er líka bara nóg að gera í vinnunni, er búin að vera í ágæts fríi um prófin en tek nokkrar vaktir í "jólafríinu" og í fyrsta skipti á ævinni (að mig minnir) verð ég að vinna á aðfangadag, bara morgunvakt en ég held það verði bara gaman ;o)
Núna ætla ég hins vegar að fá mér smá rauðvín og slappa aðeins af :o)
ltr