fimmtudagur, maí 27, 2010

Próflok og Eurovision...

Eurovision....
Eins og oft áður en landinn að missa sig yfir Júróvisíon og enn og aftur erum við að fara að vinna þetta. Var á youtube að fá smá nostalgíu og rifja upp hin og þessi myndbönd, Nína stendur alltaf fyrir sínu, Icy rífur að sjálfsögðu upp alíslenska egóið, Palli kemur með eðaleurofílingnn og svo inn á milli koma kjánahrollsgæsahúðin sem enginn vill muna eftir (Hægt og hljótt!!!).
Það er samt alveg magnað hvað það þarf "lítið" til að við að ná egóinu upp hjá þessari þjóð (við erum náttúrulega best...hinir bara vita það ekki) en árið 1986 tókum við fyrst þátt með Icy og þá vorum við sko að fara að meika það en gerðist ekki...næstu árin vorum við alltaf að fara að meika það og sendum einstaka sinnum inn eitthvað svona gríndæmi eins og Sókrates og Sjúbbídú. Svo ætlaði allt um koll að keyra árið 1999 þegar Selma var í topp baráttunni um fyrsta sætið og var góður möguleiki á því alveg fram að næst síðustu þjóðinni og Svíagrýlan hirti sigurinn af okkur. Næsta árið vorum við aftur svoooooo að fara að vinna þessa keppni með Tell me en lentum í 12. sæti og Danmörk vann með gömlu köllunum. Næstu 10 árin gerist svo sem ekki mikið, við erum með, við erum ekki með, við gefum skít í keppnina og sendum Silvíu Nótt sem er einhver mesti brandari sem Evrópa hefur misskilið fyrr og síðar þar til í fyrra 2009 þegar við nældum okkur í 2. sætið, vorum reyndar í baráttu um 2. eða 3. sætið og kom það ekki í ljós fyrr en á síðustu atkvæðum og þá var það Norsari sem hirti sigurinn okkur. Það er ekki laust við það að maður finni fyrir smá svona "við erum að fara að vinna þetta núna" viðhorfið eins og var mikið hérna í gamla daga, þegar við vorum að fara að vinna en lentum í 12-16. sæti.
Þannig spurningin er þessi: eru væntingar okkar til sigurs raunhæfar eða er þetta "við erum best í heimi" viðhorfið endurvakið og við lendum í 12. sæti eins og fyrir 10 árum eða þaðan af verra....16 sæti!?! (erum reyndar 16. í röðinni á laugardaginn)
Ég er alla vega spennt fyrir laugardeginum og vona að hann verði jafngóður og í fyrra...það var fyrsti alminnilega sólardagurinn eftir hrun, allir að grilla, Ísland að brillera í Eurovision og fólk áberandi glatt og skemmta sér vel í miðbænum, en smá meiri Euronostalgía á youtube

...já og prófin eru búin PUNKTUR!!!!