Dagurinn byrjaði snemma. Flugið var kl.8 um morguninn og fengum við að gista hjá Emmu systir hans Binna um nóttina. Við ákv að leggja snemma í hann sem betur fer, eitthvað gekk ill að tékka mig inn í gegnum sjálfsafgreiðsluna og var það útaf eftirnafninu, hafði víst skrifað Stefánsdóttir á farseðilinn en það stendur Beck á vegabréfinu. Redduðum því sem betur fer en það tók sinn tíma. Þegar við komum í fríhöfnina var barinn leitaður upp en Leifstöð er greinilega langþreytt á fullum íslendingum á ferðalagi og faldi barinn einvhers staðar út í horni, það var því splæst á einn rándýran kaldan í kaffiteríunni, 750 kr stk takk fyrir. Náðum að skoða okkur aðeins um en ákv að vera ekki að versla neitt. Á leiðinni að hliðinu komumst við að því að við vorum ekki sett í sæti hlið við hlið, merkilegt nokk þá tókst okkur að redda því líka á þjónustuborði áður en við komum að hliðinu. Flugið gekk stórslysalaust fyrir sig og fær Icelandair stóran plús fyrir sæti og afþreyingarúrval (horfði á Romeo + Juliet, textalaust reyndar en maður náði meginatriðunum...). Lentum í Manchester eitthvað eftir 10:30 og tók þá rúm klt rútuferð til Liverpool sem hefði tekið aðeins styttri tíma hefði farastjórinn og/eða rútubílstjórinn komið eða amk vitað hvar hótelið var...en eins og fyrr um daginn þá reddaðist það (reyndar eftir nokkar hringi og óþarfa hægri-hægri-vinstri beygjur). Þá var kl. orðin 13 þegar við komum á hótelið og tékkuðum okkur inn. Ákv að henda töskunum upp á herbergi og beint niður að ná í miðana og fá okkur að borða, ekkert borðað síðan bjórinn í Leifstöð og morgunmat kl.6. Fengum okkur sitthvora samlokuna, franska og pepsi....ekkert til að hrópa húrra fyrir hvað þá að borga tæpar 3000 kr :o/. Ákv að fá okkur smá lúr áður en dagurinn byrjaði endan dauðþreytt eftir morguninn, ætluðum að sofa til 15:15 en vorum vöknuð hress og kát um kl.14:30 og til í daginn. Vorum búin að plana að skella okkur í Bítlasafnið áður en við kíktum í verslanirnar. Bítlasafnið hefur tekið stórum breytingum frá því ég var þar 2002. Eftir safnið tókum við stefnuna á verslunar centerið, fyrst og fremst að leita að myndavél fyrir morgundaginn :o) Byrjuðum á því að fá okkur að borða á ítölskum veitingastað, þar sem við fengum okkur mikið betri mat á aðeins meira en það sem við fengum á hótelinu. Mikið líf og fjör var upp og niður alla götuna og eru þetta nokkrar götur sem liggja í kross við hvor aðra. Við fundum á endanum raftækjaverslun og Binni gaf mér í útskriftar/afmælisgjöf 1 stk Canon Ixus 115. Núna var klukkan að nálgast átta og flesta búðir lokaðar eða verið að loka. Við kíktum inni í Apple búðina þar sem ég ætlaði kannski að versla mér iPOD touch en endaði á því að skoða iPhone4S. Sú sem afgreiddi okkur var virkilega viðkunnaleg og náði næstum því að selja okkur græjuna þarna á einu bretti. Ég ákv samt að sofa á þessu endanum áttu þau ekki ólæst eintak á staðnum en gætu fengið yfir helgina. Svo var haldið til baka upp á hótel og tekið því rólega fyrir framan sjónvarpið og reynt að fara snemma að sofa.
Á morgun er svo stóri dagurinn. Binni er að farast úr spenningi og ég held að drengurinn muni ekkert sofa í nótt eða kannski aðeins þar sem dagurinn er búin að vera langur og viðburðaríkur.
Hótelið sem við erum á er virkilega flott, internet og morgunmatur innifalið og sólarhrings snack-bar (ef maður verður svangur kl.3 um nóttina). Bretarnir eru virkilega alminnilegir og kurteisir en við mættum bæta okkur aðeins í því að segja "please" þegar við erum að biðja um eitthvað, panta o.s.f.v.
Áfram Liverpool!!!