föstudagur, janúar 19, 2007

Helgin framundan

Þá er enn komin helgi, ekki mikið planað að þessu sinni...Binni þarf að horfa á Liverpool leikinn og svo HM í handbolta, meðan ætla ég að hafa það fínt í Kringlunni með henni Ester.
Annað er nú ekki planað hjá okkur...

Vildi bara svona láta vita við höfum það bara fínt

meira svo kannski eftir helgi...

kv.
Apríl, Binni og Pjakkur

ps.
var ég búin að nefna það að ég er að fara í hjúkrun næsta haust...

pps.
svo endilega farið í bíó á Dreamgirls, þegar hún kemur í bíó. Tónlistin er frábær og Jennifer Hudson er mögnuð söngkona

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Nýjustu fréttir...

nei ég er ekki ólétt....
ég ætla að reyna við Hjúkkuna aftur næsta haust...búin að ná í gömlubækurnar og allt ;o) og þar sem þetta er komið á netið verð ég víst að ganga á eftir því.
Annars er ekkert að frétta...við erum komin á fullt í ræktina og full bjartsýni um frábæran árangur. Ég er að lyfta með henni Björk (sem er að vinna með Binna) hún er svona vaxtaræktar kona og mun léttilega taka mig í gegn....

Ekki meira í bili...

Ég er orðin svolítið spennt fyrir að fara í skóla næsta vetur...

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Jólin og áramótin liðin...

Þá er "skemmtilegasti" tími ársins liðin og átakið Bumban burt hafið, rosalega gott að fá soðna nætursaltaða ýsu og kartöflur....
Við vorum hjá m&p um jólin sem var bara fínt, við fengum öll fullt af gjöfum og Binni fékk stæðsta og bestasta pakkann...Fender kassagítar. Það skemmtilega við það var hann var farin að tala um að langa að læra á gíta rétt fyrir jól (lööööngu eftir að ég var búin að kaupa hann) og ætlaði meira að segja að kaupa sér svona eftir áramót...heppinn...
Ég fékk stelpudót aðallega, ilmvötn og krem og veski... sátt við það :o)
Við fórum svo til mömmu hans Binna í jólaboð á jóladag og lágum svo í leti á 2. í jólum. Það vildi svo skemmtilega til að Binni var í vaktafríi mið og fim, þannig við mættum ekki í vinnu fyrr en á fös og ég var svo í fríi til 3.jan....bara gott mál. Við vorum svo áramótin með Júlla bróðir og familliu heima hjá m&p í voða stuði. Eftir áramótin fóru Júlli og þau fljótlega heim en Júlli kom og sótti mig og Binna og við vorum hjá þeim vægast sagt framundir morgun, það var nokkuð gott að fá sér 20-30 mín göngutúr heim áður en við lögðumst í koju. Binni vaknaði svo fyrir allar aldir til að horfa á einhvern Liverpool leik. Ég leyfði mér hins vegar að lúlla nokkru sinnum yfir daginn.
Núna er bara gamla góða reglulega lífið komið á, jólatréið fór út á svalir 2.jan og allt hitt dótið komið í kassa...kassinn er hins vegar ekki kominn í geymsluna.

Núna er það svo átakið Bumban burt fyrir sumarið...

Gleðilegt ár