Páskadagur....
vaknaði nokkuð snemma í morgun og fór framm úr, til að sofna frammí sófa. Páskarnir eru búnnir að vera rólegir hjá okkur parinu. Fórum upp í bústað á fimtudaginn en komum aftur á föstudaginn. Það er ekkert vatn upp frá og bara stemning að þurfa að ná í vatn í 50 L fötu, sjóða vatnið og redda sér aðeins. Það var hávaðarok um kvöldið og tók þónokkurn tíma í að hita upp bústaðinn en hafðist þó á endanum. Föstudagurinn langi var rosalega fallegur, sólin skein sem aldrei fyrr og hiti rétt undir frostmarki en stillt. Við rúntuðum aðeins um Hvalfjörðinn og fengum okkur pulsu í Kaffi Kjós. Við vorum komin svo aftur í bæinn seinni partinn, Binni ætlaði að fara að vinna á laugardaginn (en þurfti þess svo ekki) og ég ætlaði að vinna áfram í verkefninu mínu sem á að skila 3. í páskum (þriðjudaginn). Binni ætaði að fara á mótorhjólið en það fór ekki sem ætlaði. Ég hins vegar dró múttu í sund í svona 25 mín því það lokaði kl.18:00. Við vorum svo bara róleg heima að horfa á sjónvarpið og chilla.
Ég skellti mér í ræktina á laugardaginn og niður á bókó og svo vorum við bara heim um kvöldið. Binni ætlaði að fara og spila á gítarinn með vini sínum, en það varð svo ekkert úr því. Við erum svo að fara í kvöldmat til tengdó á eftir, hún átti afmæli núna á miðvikudaginn og ætlum við að leggja inn á ferðasjóðinn hennar, það er víst nr. 1 á óskalistanum.
Svona var páskahelgin hjá okkur þetta árið, ekki mikið að gera en samt rosalega næs að hafa það bara rólegt og vera ekki þunnur 2-3 daga í röð.
Í næstu viku byrjar skólinn aftur að einhverju leiti, ég er búin með verknámið sem er frekar mikið og get ég sagt að ég sé komin í svona semi-upplestrarfrí.
ekki meira í bili ;o)
sunnudagur, mars 23, 2008
þriðjudagur, mars 11, 2008
Árshátíð Síman....sú síðasta
Síðasta árshátíð mín hjá Símanum var núna á helginni...sú síðasta í bili.
Binni var að sjálfsögðu að vinna í keyrslunni og sá ég lítið af honum yfir kvöldið, eitthvað þó. Dagurinn átti að vera mun rólegri en hann hefur verið undanfarið en eins og áður þá fékk ég rétt rúmlega klt til að fara í sturtu, þurka og slétta hárið, mála mig og koma mér í fötin og út. Planið var að eyða nokkrum klt í að snyrta neglurnar og dunda mér við þetta. Pabbi var svo elskulegur að skutla prinsessunni á fordrykkinn þar sem allir hittust áður.
Eftir klt af fordrykk var farið með nokkrum rútum af Nordica hóteli niður í Laugardalshöll þar sem veislan var. Þemað var "Framtíðin" og var allt í svona neon litum og eitthvað, þau hafa greinilega eytt aðeins minni pening í skreytingar og meiri í skemmtiatriðin því Palli kom og skemmti okkur fram á rauða nótt og hélt stuðinu ALLAN tímann. Mercedes Club kom þarna og "spilaði" 3, einhver sagði mér að stelpan hafi sungið en ég gat ekki heyrt það....sá að hún hreyfði munninn en það var það eina.
Ég og Binni fórum heim þegar ljósin voru kveikt og eins og mig hafði grunað þá lögðum við ekki í það að fara í bæinn, ég alla vega ekki á þessum skóm sem ég var í (þar greinilega meira en viku í að venjast að vera í hælum).
Sunnudagurinn fór í svo lítið annað en að sofa framm í sófa eða inni í herbergi, fengum okkur subway í kvöldmatinn og leigðum okkur video eitthvað sem við höfum ekki gert lengi.
Vikan byrjaði svo aftur í allri sinni dýrð í gær og mín dröslaðist niður á hlöðu að læra í gær og í dag....og mun halda því eitthvað áfram.
Nóg um þetta í bili....
Námskeiðið í Hreyfingu kláraðist í síðustu viku og ég skráði mig bara á það næsta þannig harkan 6 heldur áfram (námskeiðið heitir Betra Form 6)
Binni var að sjálfsögðu að vinna í keyrslunni og sá ég lítið af honum yfir kvöldið, eitthvað þó. Dagurinn átti að vera mun rólegri en hann hefur verið undanfarið en eins og áður þá fékk ég rétt rúmlega klt til að fara í sturtu, þurka og slétta hárið, mála mig og koma mér í fötin og út. Planið var að eyða nokkrum klt í að snyrta neglurnar og dunda mér við þetta. Pabbi var svo elskulegur að skutla prinsessunni á fordrykkinn þar sem allir hittust áður.
Eftir klt af fordrykk var farið með nokkrum rútum af Nordica hóteli niður í Laugardalshöll þar sem veislan var. Þemað var "Framtíðin" og var allt í svona neon litum og eitthvað, þau hafa greinilega eytt aðeins minni pening í skreytingar og meiri í skemmtiatriðin því Palli kom og skemmti okkur fram á rauða nótt og hélt stuðinu ALLAN tímann. Mercedes Club kom þarna og "spilaði" 3, einhver sagði mér að stelpan hafi sungið en ég gat ekki heyrt það....sá að hún hreyfði munninn en það var það eina.
Ég og Binni fórum heim þegar ljósin voru kveikt og eins og mig hafði grunað þá lögðum við ekki í það að fara í bæinn, ég alla vega ekki á þessum skóm sem ég var í (þar greinilega meira en viku í að venjast að vera í hælum).
Sunnudagurinn fór í svo lítið annað en að sofa framm í sófa eða inni í herbergi, fengum okkur subway í kvöldmatinn og leigðum okkur video eitthvað sem við höfum ekki gert lengi.
Vikan byrjaði svo aftur í allri sinni dýrð í gær og mín dröslaðist niður á hlöðu að læra í gær og í dag....og mun halda því eitthvað áfram.
Nóg um þetta í bili....
Námskeiðið í Hreyfingu kláraðist í síðustu viku og ég skráði mig bara á það næsta þannig harkan 6 heldur áfram (námskeiðið heitir Betra Form 6)
sunnudagur, mars 02, 2008
Síðasti dagurinn
Þá er síðasti dagurinn hjá Símanum runninn upp.
Svo sem ekkert merkilegt þannig séð, bara venjulegur rólegur sunnudagur. Er að taka 12 tímana sem ég hefði alveg verið til í að sleppa því Binni kemur heim frá London um 3 leitið og ég hefði ekki haft neitt á móti því að vera heima og taka á móti kallinum. Honum var s.s. boðið til London á leik með Chelsea og fór út á föstudaginn og kemur heim í dag. Það var víst ekki mikið verslað en það verður bara þegar við förum. Hann var alla vega nógu hrifinn af London til að vilja koma þanngað aftur með mér....fljótlega.
Nema hvað...síðasti dagurinn. Kristrún og Stebbi eru að vinna og leyfðu mér að ákv hvert ætti að fara í hádegismat. Eftir að hafa velt þessu mikið og lengi fyrir mér ákv ég að skemmtilegast svona síðasta daginn væri að fara í bakaríið því ekki hefur maður farið mikið þanngað á þessum 3 árum sem ég hef verið að vinna hérna. Það var svo reyndar ákv að fara ekki í bakaríið heldur á Taco Bell :oD sem var voða gaman.
Ég er búin að vinna kl.11 í kvöld og svo er bara skólinn sem þarf að huga að...alminnilega.
Bið að heilsa í bili....
Svo sem ekkert merkilegt þannig séð, bara venjulegur rólegur sunnudagur. Er að taka 12 tímana sem ég hefði alveg verið til í að sleppa því Binni kemur heim frá London um 3 leitið og ég hefði ekki haft neitt á móti því að vera heima og taka á móti kallinum. Honum var s.s. boðið til London á leik með Chelsea og fór út á föstudaginn og kemur heim í dag. Það var víst ekki mikið verslað en það verður bara þegar við förum. Hann var alla vega nógu hrifinn af London til að vilja koma þanngað aftur með mér....fljótlega.
Nema hvað...síðasti dagurinn. Kristrún og Stebbi eru að vinna og leyfðu mér að ákv hvert ætti að fara í hádegismat. Eftir að hafa velt þessu mikið og lengi fyrir mér ákv ég að skemmtilegast svona síðasta daginn væri að fara í bakaríið því ekki hefur maður farið mikið þanngað á þessum 3 árum sem ég hef verið að vinna hérna. Það var svo reyndar ákv að fara ekki í bakaríið heldur á Taco Bell :oD sem var voða gaman.
Ég er búin að vinna kl.11 í kvöld og svo er bara skólinn sem þarf að huga að...alminnilega.
Bið að heilsa í bili....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)