þriðjudagur, mars 11, 2008

Árshátíð Síman....sú síðasta

Síðasta árshátíð mín hjá Símanum var núna á helginni...sú síðasta í bili.
Binni var að sjálfsögðu að vinna í keyrslunni og sá ég lítið af honum yfir kvöldið, eitthvað þó. Dagurinn átti að vera mun rólegri en hann hefur verið undanfarið en eins og áður þá fékk ég rétt rúmlega klt til að fara í sturtu, þurka og slétta hárið, mála mig og koma mér í fötin og út. Planið var að eyða nokkrum klt í að snyrta neglurnar og dunda mér við þetta. Pabbi var svo elskulegur að skutla prinsessunni á fordrykkinn þar sem allir hittust áður.
Eftir klt af fordrykk var farið með nokkrum rútum af Nordica hóteli niður í Laugardalshöll þar sem veislan var. Þemað var "Framtíðin" og var allt í svona neon litum og eitthvað, þau hafa greinilega eytt aðeins minni pening í skreytingar og meiri í skemmtiatriðin því Palli kom og skemmti okkur fram á rauða nótt og hélt stuðinu ALLAN tímann. Mercedes Club kom þarna og "spilaði" 3, einhver sagði mér að stelpan hafi sungið en ég gat ekki heyrt það....sá að hún hreyfði munninn en það var það eina.
Ég og Binni fórum heim þegar ljósin voru kveikt og eins og mig hafði grunað þá lögðum við ekki í það að fara í bæinn, ég alla vega ekki á þessum skóm sem ég var í (þar greinilega meira en viku í að venjast að vera í hælum).
Sunnudagurinn fór í svo lítið annað en að sofa framm í sófa eða inni í herbergi, fengum okkur subway í kvöldmatinn og leigðum okkur video eitthvað sem við höfum ekki gert lengi.
Vikan byrjaði svo aftur í allri sinni dýrð í gær og mín dröslaðist niður á hlöðu að læra í gær og í dag....og mun halda því eitthvað áfram.

Nóg um þetta í bili....
Námskeiðið í Hreyfingu kláraðist í síðustu viku og ég skráði mig bara á það næsta þannig harkan 6 heldur áfram (námskeiðið heitir Betra Form 6)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já vá hvað það var gaman á árshátíðinni.. og hahaa.. ég var akkúrat líka að tala um skreytingarnar... þetta var meira svona 80's þema heldur en framtíðin :)