miðvikudagur, apríl 30, 2008

Fyrsta próf

fyrsta prófið liðið og gekk bara nokkuð vel held ég....nokkuð viss um að ég sé að ná lífeðlisfræðinni, hversu mikið er hins vegar annað mál.
Á laugardaginn er fósturfræðin og auðvita í dag þurfti ég að fá mígrenis hausverk í dag...ekki gott.
Sit núna með Binna að horfa á Liverpool - Chealsea og voru vondu-kallarnir að skora rétt í þessu.

Vildi bara láta vita hvernig gengi hjá mér...næstu 2 vikurnar einkennast af lærdómi hjá mér næstu 2 vikurnar og lítið annað er ég hrædd um.

kv.
Apríl Eik -

ps.
Áfram Liverpool

fimmtudagur, apríl 24, 2008

Sumardagurinn fyrsti

síðasti fimmtudagur apríl mánaðar er runninn upp og þið ykkar sem eruð skátar vitið hvað það þýðir...misstíg skrúðganga í hliðarvindi með rigningu og/eða snjókomu, samt betri fyrstu sumardagur heldur en oft áður...reyndar líka ekkert betri en oft áður ;o)
Skellti mér í ræktina í morgun og tók nokkuð vel á því held ég. Dróg svo múttu með mér í Kringluna að kaupa sumargjafir handa körlunum okkar. Mömmu er mikið búið að langa til að gefa mér pening af því ég er svo mikill fátækur námsmaður (hef hingað til afþakkað pent) en núna ákvað hún að gefa mér skó í sumargjöf og hana nú. Vildi ekki fara rífast mikið við hana í búðinni þannig ég þakkaði bara vel fyrir mig og knúsaði hana, langaði svolítið í nýja skó og þessir gömlu er ekki þeir bestu fyrir meira en 15 mín labb í einu.
Held við parið gerum ekki mikið í kvöld en það er árshátíð hjá Liverpool klúbbnum á laugardaginn og auðvita látum við ekki okkur vanta. Ásta Marteins kemur með okkur sem verður bara gaman, veit að hún hlakkar mjög mikið til!! en þar sem sumir (a.k.a. ég) eru að standa í próflestri þýðir ekki að fá sér að drekka á helginni, nema kannski 1 bjór þegar við komum heim. Það er svo sem í lagi því það verður bara betur tekið á því eftir 14.maí þegar prófin eru búin, tekið 3 daga fyllerí eða eitthvað ;o)
jæja ég ætla að fara að lesa eitthvað, lífeðlisfræðin er miðvikudaginn eftir viku og verður EKKI auðveld....

takk í bili

kv.
Apríl Eik

föstudagur, apríl 11, 2008

OMG

já það er ekki hægt að segja annað en OMG....það eru innan við 3 vikur í fyrsta próf og maður er nett farin að fá í magann.
Ég verða þó að hrósa mér fyrir hvað ég er búin að vera dugleg undanfarnar vikur að (undanfarna 2-3 vikur) að mæta snemma á morgnanna niður á bókhlöðu og lesa til 16-18 á daginn. Það er samt alveg ótrúlegt þó maður sé að "massa" þetta þá er það sem ég er búin að fara yfir nánast eins og dropi í hafið (ýkjur að sjálfsögðu) en það er alveg heill hellingur eftir.
Ég, Binni og Ásta Marteins erum að fara á árshátíð Liverpool klúbbsins 26.apr (4 dögum fyrir lífeðlisfr.prófið) þannig minns verður ekki að drekka þá. Næsta djamm er ekki fyrr en eftir 14.maí (eftir síðasta próf s.s.)
Ég er búin að tala við deildarstjórann á R2 (endurhæfingin á Grensás) og ég verð þar í sumar 80%. Það verður svolítið spes að fara að vinna eitthvað annað en að svara í símann eða bera fram mat.

Ætla að koma mér héðan út, er að fara í ræktina og svo er Bryn og Bína á leiðinni í bæinn ef þær hafa ekki stranda á Steingrímsfj.heiðinni - Bryn ætlaði að láta mig vita þegar þær væru í Hólmavík, en hún hefur pottþétt gleymt því ef ég þekki mína konu rétt (já við erum orðnar 25 ára og því kallaðar konur - ég er samt enn stelpa í anda)

Bið að heilsa í bili....væri ógó gaman að fá commen og einhver hughreystandi orð á þessu síðustu og verstu tímum sem eru framundan ;o)

fimmtudagur, apríl 03, 2008

Loksins

gamall draumur rættist 1.apríl 2008

ég fékk mér Canon digital myndavél, Canon 400d