fimmtudagur, apríl 24, 2008

Sumardagurinn fyrsti

síðasti fimmtudagur apríl mánaðar er runninn upp og þið ykkar sem eruð skátar vitið hvað það þýðir...misstíg skrúðganga í hliðarvindi með rigningu og/eða snjókomu, samt betri fyrstu sumardagur heldur en oft áður...reyndar líka ekkert betri en oft áður ;o)
Skellti mér í ræktina í morgun og tók nokkuð vel á því held ég. Dróg svo múttu með mér í Kringluna að kaupa sumargjafir handa körlunum okkar. Mömmu er mikið búið að langa til að gefa mér pening af því ég er svo mikill fátækur námsmaður (hef hingað til afþakkað pent) en núna ákvað hún að gefa mér skó í sumargjöf og hana nú. Vildi ekki fara rífast mikið við hana í búðinni þannig ég þakkaði bara vel fyrir mig og knúsaði hana, langaði svolítið í nýja skó og þessir gömlu er ekki þeir bestu fyrir meira en 15 mín labb í einu.
Held við parið gerum ekki mikið í kvöld en það er árshátíð hjá Liverpool klúbbnum á laugardaginn og auðvita látum við ekki okkur vanta. Ásta Marteins kemur með okkur sem verður bara gaman, veit að hún hlakkar mjög mikið til!! en þar sem sumir (a.k.a. ég) eru að standa í próflestri þýðir ekki að fá sér að drekka á helginni, nema kannski 1 bjór þegar við komum heim. Það er svo sem í lagi því það verður bara betur tekið á því eftir 14.maí þegar prófin eru búin, tekið 3 daga fyllerí eða eitthvað ;o)
jæja ég ætla að fara að lesa eitthvað, lífeðlisfræðin er miðvikudaginn eftir viku og verður EKKI auðveld....

takk í bili

kv.
Apríl Eik

Engin ummæli: