laugardagur, janúar 31, 2009

Janúar 2009

Þá er janúar 2009 nánst liðinn og hvað er málið með það að vera vöknuð kl.7:30 á laugardegi þegar ég get varla hunskast á fætur kl 9 á virkum degi!!
Það er svo sem ekki mikið sem hefur á okkar daga drifið hérna...ég er enn í skólanum og það styttist óðum í próf, samt vefst þetta eitthvað rosalega fyrir manni að fara að læra (á morgun er 1.feb og fyrsta próf er 20 feb.!!!)
Ég er enn að massa Boot Campið og gengur bara vel, rosalegt stuð, samt tekst þeim eiginlega alltaf að nánast myrða mann....og svo mætir maður aftur 2 dögum seinna....

Hef svo sem ekkert við þetta að bæta neitt...er eitthvað slöpp og ætlaði niður á hlöðu í dag en held ég verði bara heima undir teppi að lesa, Binni er að fara í póker í dag þannig ég fæ smá frið.

Bið að heilsa ykkur gott fólk...

ps. Ásta ég er búin að laga "villuna" í fyrri pósti...

þriðjudagur, janúar 20, 2009

Náði

jæja síðasta einkunnin er loksins komin í hús og ég náði með sexu :o) hún var kannski ekkert frábær en hún dugði.

Binni kom heim núna 14.jan og hefur síðasta vika verið mjög góð. Ásta og Gunni buðu sér í mat til okkar á laugardaginn, s.s. þau fengu humar sem þau vildu að Binni gerði humarsúpu úr...sem hann gerði og hún var bara sniiiiilld...takk fyrir mig elskan mín.
Við spiluðum svo Disney trivial þar sem ég og Ásta tóku strákana eiginlega í nefnið....eiginlega....við unnum en strákarnir stóðu sig nokkuð vel, voru bara einni köku á eftir okkur í lokinn. Kannski við tökum smá rematch seinna :o)
Sunnudagurinn var ekkert svo rosalega skemmilegur fyrir hvorugt okkar, látum þar við liggja....
Binni er svo komin næstum því á fullt í vinnunni, ekki mest að gera þar eins og ástandið er í samfélaginu en meira en annars staðar. Ég er á fullu í skólanum og ekki langt í næstu próf, lok febrúar....engin smá törn það...próf í des, jan og feb!!! Geri þetta pottþétt ekki aftur.

Ætla að snúa mér aðeins að námsefninu núna....

miðvikudagur, janúar 07, 2009

Weebl and Bob

þetta er náttúrulega bara snilld

föstudagur, janúar 02, 2009

Árið 2009

Gamlárskvöldið var nú frekar rólegt hjá mér þetta árið. Var hjá mömu og pabba í mat og Júlli bróðir og familia voru líka. Eftir áramótin fór þau til systur hennar Sollu en ég var eftir hjá m&p til að vera 2. Þá dreif ég mig bara heim, ætlaði að fara snemma að sofa en það gerðist ekki fyrr en um 4 leiti...var að dunda mér við að horfa aftur á skaupið og svona. Verð að koma því að, að skaupið var meiriháttar, djöfull létu þau þetta fólk heyra það hvað þau eru búin að vera fáránleg í svörum til almennings...bara snilld. Ef það er eitthvað skaup sem á að setja á DVD þá er það þetta!!!
En nóg um það í bili...m&p bauðum mér í afganga á nýársdag og horfðum við svo fyrst til að byrja með á Harry Potter en ákv svo að horfa frekar á ALIEN :o) hef ekki séð hana lengi...fannst hún allt svo ógeðsleg og þorði ekki að horfa á hana en hef greinilega elst eitthvað síðast liðnu 15 árin og var hún bara nokkuð flott, svona miða við aldur og fyrri störf
Ég var að skoða nýárspóstinn minn frá því í fyrra og get með fullri vissu sagt að það þýðir ekki að setja áramótaheitin sín á netið...þau féllu öll!!!! Þannig ég held þeim bara útaf fyrir mig í ár ;o)
Binni er enn úti og kemur ekki heim fyrr en 14. jan, er farin að finna smáááá fyrir söknuði sérstaklega eftir að ég braut mig og núna yfir áramótin, það vantaði hann alveg. Litla frænka mín hún Eydís Vala (sem verður 4 ára á sunnudaginn) spurði hvar Binni væri. Hún er rosalega hrifin af honum, ef ég hefði farið líka, þá hefði hún örugglega bara spurt út í hann en ekki mig!!

Svo kemur veruleikinn krassandi inn á mánudaginn, skóli strax kl.8 um morguninn til kl.13 og Boot Camp kl.17 og regla sett á matarræðið...held samt að ég sé ekki að fara í tíma BC, bara í tækin og láta sjá mig.
Ég man ekki hvort ég var búin að segja frá því en ég féll í lífeðlisfræðinni (á eftir að fá úr ónæmis og meinafr.) þannig ég verð að lesa lífeðlisfr. til 14-15. jan og taka prófið aftur :o( bömmer...

Óska ykkur gleðilegs árs og þakka fyrir stundirnar á árinu sem er að líða....megi 2009 vera mikið betra og bjartara en 2008!!