laugardagur, febrúar 28, 2009

Prófin búin

Þá eru prófin loksins búin. Þetta var ekki langur tími, kannski svona 2 vikur í maraþonlestri og prófin á 1 viku. Mér gekk bara nokkuð ágætlega held ég....held ég!! Býst alla vega við því að hafa náð öllu sem þýðir að ég þurfi ekki að taka próf aftur fyrr en í desember eða eins og einhver í bekknum benti á...það er bara heil meðganga þanngað til!!!
Ég byrja svo á Smitsjúkdóma og meltingarfæradeild á mánudaginn og verður það smá törn líka, byrja morgunvakt á mán, morgunvakt á þri og næturvakt á þri, geri ráð fyrir því að ég verði í fríi á miðvikudaginn :o/
Annars er mest lítið að frétta af okkur hjónakornunum og Pjakki ;o)

kv.
Apríl Eik

föstudagur, febrúar 20, 2009

1. próf búið

Jæja þá er fyrsta af fjórum búið....nokkur örugg með að hafa náð, en ætla ekki að segja að ég hafi náð með 8 eða 9, við bíðum bara og sjáum til.
Ég fékk það staðfest að ég verð að vinna á A-7 í sumar og byrja bara í 80% núna á mánudaginn 2.mar strax eftir próf....það er ekkert elsku mamma neitt með það!!!
Ég fer svo í verknámið í byrjun apr á B-6 sem er svolítið gaman því það er heila-tauga og æðaskurðdeilda og þaðan koma flestir á Grensás R-2, mig langaði einmitt svolítið til að kynnast þessari deild sem ég fæ núna!!! mjög spennt...veit hins vegar ekki enn þá hvert ég fer á skurðstofu...
en já...síðasta vika er búin að vera mjööög....uuuhh....strembin skulum við segja...eftir 5 vikur í skóla tók við vika í upplestrarfrí sem var að líða núna og næsta vika próf á mán, mið og fös. Það er smááaá stress á liðuni því fæstir eru búnir að jafna sig eftir desemberprófin og sumir ekki búnir að jafna sig eftir janúarprófið (ég er ein af þessum "sumum")
En annars gengur lífið bara sinn vanagang og laust við að það sé kominn smá vorfílingur í mann, þó það sé bara febrúar...lok febrúar.

Ætla að koma mér í háttinn, það er búttið (Boot Camp) snemma í fyrramálið, ég er ekki tími en mér finnst frekar hallærislegt að kalla það að fara "í ræktina" að fara niður í Boot Camp að æfa, og eftir búttið er það beint í Bergið (Eirberg) að læra. Spr hvort maður ætti að taka með sér svefnpoka og hitabrúsa og bara setjast að þarna....ég verð alla vega mikið þarna næstu vikuna :o/

kv.
Apríl semi-hjúkka

ps.
Gleymdi að segja....fékk smá gigg um daginn við að ljósmynda :o) var að taka myndir af mat fyrir hann Gumma kokk, hef ekki látið hann fá myndirnar en held hann verðir bara nokkuð ánægður með þær :o)

góða nótt...