mánudagur, febrúar 15, 2010

Janúar og Febrúar

þetta er að koma hjá mér. Gengur eitthvað voða hægt.
Alla vega janúar kom og fór, eitthvað var maður þreyttur eftir jólin skólalega séð og er enn að ströggla við að koma mér í gang, hefði jafnvel verið fínt að taka prófin í lok febrúar eins og í fyrra og vera bara búin með þetta, en nei, við fáum að draga þetta með okkur framm í maí!!!
Í janúar var fara í aðalútilegu ársins sem var Fjallamennska 1 og var farið í Tindfjöll og gist þar yfir heila helgi. Það var erfitt, tók á andlega og líkamlega en rosalega gaman :o) Það var líka alveg frábært veður, -10°C meir og minna stillt og heiðskýrt þannig við fengum meira að segja smá sól yfir daginn. Verst var hins vegar á nóttunni því ég er ekki með neitt rosalega góða dýnu (6mm þykka úr rúmfó) þannig ég fann vel fyrir kuldanum undir mér, tók reyndar með mér lítið flísteppi en það dugði því miður skammt. Næsta ferð verður ný dýna með í för ;o) Námskeiðin sem eftir eru í björgunarsv eru slöngubátar og rústabjörgun sem ég hlakka þó nokkuð til og langar að reyna að komast í og þaðan í Alþjóðabjörgunarsveitina en bara eitt í einu.
Það er svo sem ekki mikið að frétta úr skólanum og vinnunni, nema jú ég er loksins farin að taka hjúkkuvaktir (er að fara á vakt í kvöld) og það hefur bara gengið nokkuð vel held ég. Smá stressandi fyrst til að byrja með og maður er einhvern veginn alltaf að því maður er drulluhræddur um að gleyma einhverju en samt gaman :o) Ég er svo í verknámi í skólanum og byrjaði að fara á geðdeild (verknámið er þrískipt) og fór á 33A sem er afeitrunardeild áfengis og vímuefna, svolítið gaman að koma þanngað því margir úr sjúklingahópnum okkar á A7 fara á 33A. Ég var þar í 2 vikur og lærði slatta mikið og er núna í þessari viku að fara á Reykjalund, vissi ekki að það væri geðdeild þar og það verður áhugavert að sjá hvaða starfsemi er í gangi þar.
Svo fer ég í stjórnun, þá fer ég á deild sem ég hef verið á (heilatauga og æðaskurðdeild) og verð í því að skipuleggja mig og útdeilda verkefnum, sem er víst erfiðara en að segja það. Síðasta verknámið er svo.....wait for it.....öldrunarhjúkrun!!! Heyri af þeim sem eru í þessu verknámi að þetta sé einfaldlega það leiðinlegasta sem þau hafa gert og hefði mátt koma mun fyrr á námstímanum því stærsti sjúklingahópurinn nánast hvar sem er á spítalanum eru aldraðir!!! þá er bara um að gera að anda djúpt og rólega og klára málin ;o)
það er svo eitt annað sem ég hlakka líka til, það er endurlífgunin sem við tökum núna í lok febrúar og verður farið aðeins dýpra í út frá gjörgæslu og svæfingu og við fáum að leika okkur með Hermann (sýningardúkkan sem hjúkrdeildin á fyrir nema til að æfa hjartahnoð og fl)
Þannig það er alveg nóg að gera hjá manni á öllu vígstöðum, sérstakleg núna í mars, það er rústabjörgunarnámskeið, vinnuhelgi og 2 x árshátíðir (Boot Camp og Björgunarsv) sitt hvora helgina og svo áður en maður veit af þá eru komnir páskar :o) hver veit nema maður kannski skelli sér í bláfjöllin og renni sér nokkrar ferðir.

Meira hef ég ekki að segja í bili, ætla að reyna að standa mig betur í þessu ;o)

kv.
Apríl Eik

2 ummæli:

Ásta Marteins sagði...

Jahá... það er ekki skrítið að það gangi illa að fá "date" með þér.. hehe:) En gaman að lesa allt þetta sem þú ert að gera :)

April sagði...

hehehe...já það er svolítið meir að segja það að koma sér í björgunarsveitina og vera í skóla og eiga svo einhverja vini þar fyrir utan líka ;o)
en við hittumst aftur....og það alveg örugglega pottþétt á þessu ári, setjum stefnuna á að hittast í apríl ;o)