fimmtudagur, október 04, 2007

Helíum og Þrautakóngur

Hvað er að frétta....ekki mikið nema....jú
Það var starfsdagur hjá Símanum á laugardaginn með tilheyrandi ræðuhöldum og fl. Eftir ræðuhöldin var farið í þrautakóng og til að gera laaaaaaaanga sögu stutta (um 1,5 klt) þá vann liðið mitt!!! Fengum medalíu og allt. Svo var matur og vín....og helíum blöðrur á hverju borði :o) ég hafði ákv að endurtaka EKKI leikinn frá því fyrir 2 árum en hvítvín og helíum varð ráðandi og var ég nokkuð að meika'ða á meðal starfsfélaga. Eftir matinn var farið á Gaukinn og tjúttað þar til 3 um nóttina, þá fór ég og Kristrún að fá okkur pylsur og vorum orðnar eitthvað lúnnar og fórum bara heim. Ég var komin til hans Binna hérna um hálf 4 leitið, hann hafði verið að fagna sigri Vals og kom heim eitthvað á undan mér. Daginn eftir vorum við bara nokkuð góð og skelltum okkur í mat til múttu, lamb og alles. Eitt merkilegt gerðist á laugardaginn....jakkinn minn var AFTUR tekinn af samstarfsmanni (jakki sem allir símamenn fengu í sumar), en ég fékk hann strax á þri í vinnunni, var nefnilega svo sniðug að setja miða með nafni og símanr. í vasa :o) maður lærir sko...já talandi um að læra :o/ ég er nú búin að standa mig nokkuð vel í dag og tek þetta með trompi á morgun og á helginni.
Svo er bara spennan að magnast hjá henni Láru "systir" hún var víst sett á daginn í dag en kl.3 í nótt var ekkert að gerast (sjá komment á færslunni á undan) en Binni var búinn að leggja í pant 10.10.07 (er að safna í hljómsveit) en litli kútur kemur bara þegar honum hentar....eða henni...

jæja ég er farin í ræktina og ætla svo að halda áfram í hendnum kolhýdrötum

bæbæ
Apríl Eik

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Enn engar fréttir af systu... spennó spennó - ég held að hún sé að halda inni fyrir hann Binna barasta!

April sagði...

hahahaha....Binni verður sko ánægður með það :D