Vika 3 liðin og námið hellist yfir mann. Var að vinna í dag og viti menn...ég kláraði að glósa í 3 kafla og allan 5 kafla í sálfræði og meira en helminginn af dæmunum í 16.kafla í lífefnafr. þetta er rosalega mikið fyrir 1 dagsverk en það er alveg heill hellingur eftir, en þá er bara að spíta í lófana og massa þetta. Ég verð svo að vinna í 12 tíma aftur á morgun og það er alltaf rólegra á sunnudögum þannig þetta ætti að klárast eitthvað hjá okkur.
Það var staffapartý á föstudaginn hjá Ingu hópstjóra. Drykkur Söluversins var í boði en ég var skýr í kollinum og ákv að vera ekkert að drekka svo ég gæti farið í ræktina, vinna og læra í dag. Skemmti mér bara mjög vel samt sem áður. :o)
Næstu helgi verður svo annað á teningnum...kveðjupartý Esterar og Ágústar...það verður eitthvað held ég. Ég ákv. alla vega að vera róleg og læra þessa helgina því ég sé fram á að það verði ekki mikið um það næstu helgi...
Núna er kl orðin frekar margt og ég að fara að taka dótið mitt saman og koma mér heim....
bið að heilsa í bili....
5 ummæli:
Ó já... massa helgi næstu helgi mar - við alveg massívt memm þá helgi mar!
tótalý dúddd
Sweeet!
Hehe... þið eruð greinnilega aðal commenntararanir í bransanum í dag!!!!
Ég ætla að commenta líka og segja þér/ykkur... I´m watching you ;o)
... p.s. kl er 3 aðfaranóttu 4. oktober... og ekkert búið að gerast enn en skrokkurinn eh að breytast... spennandiiiiiii
OMG....ég var reyndar að tala við Unu núna um 4 í dag (4.okt) og hún hafði engar fréttir þannig ég tek því að ekkert hefi gerst enn þá...
Skrifa ummæli