laugardagur, september 01, 2007

Skólaárið hafið

Fyrsti skóladagurinn var í gær.
Það var Sálarfræði í 3 tíma, sem bara ágætis byrjun. Ég er búin að sitja heima í dag og glugga aðeins í efnafræðina, er ekki búin að vera að sökkva mér beint í þetta en það mun allt saman koma. Ég þarf fyrst að bæta Office pakkanum í tölvuna til að geta gert þetta af alvöru, hálfvængbrotin að geta ekki skoðað glærurnar frá kennurunum meðan ég er að lesa. Það reddast fljótlega.
Binni fór svo að steggja hann Gumma félaga sinn, kl. 7 í morgun eftir 4 tíma svefn....náði ekki að sofna eins snemma og til var ætlast. Ég ætlar bara að vera rólega hérna heima í kvöld, lesa kannski smá meira í samblanda við að horfa á sjónvarpið....grunar að þar sé ekki mikið merkilegt.
En jæja bara smá update á lífinu hérna í Hraunbæ 124

Bið að heilsa

Apríl

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæbb, rétt að skoða síðuna og varð auðvitað að kvitta! En ekki hvað hehe :o)

Hey, við þurfum svo að taka í spil við tækifæri. Getum svo skolað niður smá Irish Cofee með ... en ekki hvað :o)

Kv.
Solla

April sagði...

hljómar ekki illa...helst fyrr en seinna áður en maður er komin á of mikið kaf í skólanum

Nafnlaus sagði...

Úff þessi skóli... varla byrjaður og mar kominn á kaf af verkefnum sem þurfa að vinnast... alveg merkilegt fyrir bæri!

En ég á enn eftir að fá að heyra hvernig steggjunardeginum lauk svo hjá honum Binna

April sagði...

við stoppum við í kaffi einhvern tímann og segjum þér allar sólarsöguna...