sunnudagur, mars 23, 2008

Páskar 2008

Páskadagur....
vaknaði nokkuð snemma í morgun og fór framm úr, til að sofna frammí sófa. Páskarnir eru búnnir að vera rólegir hjá okkur parinu. Fórum upp í bústað á fimtudaginn en komum aftur á föstudaginn. Það er ekkert vatn upp frá og bara stemning að þurfa að ná í vatn í 50 L fötu, sjóða vatnið og redda sér aðeins. Það var hávaðarok um kvöldið og tók þónokkurn tíma í að hita upp bústaðinn en hafðist þó á endanum. Föstudagurinn langi var rosalega fallegur, sólin skein sem aldrei fyrr og hiti rétt undir frostmarki en stillt. Við rúntuðum aðeins um Hvalfjörðinn og fengum okkur pulsu í Kaffi Kjós. Við vorum komin svo aftur í bæinn seinni partinn, Binni ætlaði að fara að vinna á laugardaginn (en þurfti þess svo ekki) og ég ætlaði að vinna áfram í verkefninu mínu sem á að skila 3. í páskum (þriðjudaginn). Binni ætaði að fara á mótorhjólið en það fór ekki sem ætlaði. Ég hins vegar dró múttu í sund í svona 25 mín því það lokaði kl.18:00. Við vorum svo bara róleg heima að horfa á sjónvarpið og chilla.
Ég skellti mér í ræktina á laugardaginn og niður á bókó og svo vorum við bara heim um kvöldið. Binni ætlaði að fara og spila á gítarinn með vini sínum, en það varð svo ekkert úr því. Við erum svo að fara í kvöldmat til tengdó á eftir, hún átti afmæli núna á miðvikudaginn og ætlum við að leggja inn á ferðasjóðinn hennar, það er víst nr. 1 á óskalistanum.

Svona var páskahelgin hjá okkur þetta árið, ekki mikið að gera en samt rosalega næs að hafa það bara rólegt og vera ekki þunnur 2-3 daga í röð.
Í næstu viku byrjar skólinn aftur að einhverju leiti, ég er búin með verknámið sem er frekar mikið og get ég sagt að ég sé komin í svona semi-upplestrarfrí.

ekki meira í bili ;o)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohh það er svo gott að slappa bara af. Ég er líka bara búin að vera í leti og er enn... í svona 2 tíma í viðbót, þá þarf ég víst að fara úr náttbuxunum og í vinnuna. En svona er þetta bara. Sjáumst við svo ekki á föstudag?