sunnudagur, mars 02, 2008

Síðasti dagurinn

Þá er síðasti dagurinn hjá Símanum runninn upp.
Svo sem ekkert merkilegt þannig séð, bara venjulegur rólegur sunnudagur. Er að taka 12 tímana sem ég hefði alveg verið til í að sleppa því Binni kemur heim frá London um 3 leitið og ég hefði ekki haft neitt á móti því að vera heima og taka á móti kallinum. Honum var s.s. boðið til London á leik með Chelsea og fór út á föstudaginn og kemur heim í dag. Það var víst ekki mikið verslað en það verður bara þegar við förum. Hann var alla vega nógu hrifinn af London til að vilja koma þanngað aftur með mér....fljótlega.
Nema hvað...síðasti dagurinn. Kristrún og Stebbi eru að vinna og leyfðu mér að ákv hvert ætti að fara í hádegismat. Eftir að hafa velt þessu mikið og lengi fyrir mér ákv ég að skemmtilegast svona síðasta daginn væri að fara í bakaríið því ekki hefur maður farið mikið þanngað á þessum 3 árum sem ég hef verið að vinna hérna. Það var svo reyndar ákv að fara ekki í bakaríið heldur á Taco Bell :oD sem var voða gaman.
Ég er búin að vinna kl.11 í kvöld og svo er bara skólinn sem þarf að huga að...alminnilega.

Bið að heilsa í bili....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kvitti, kvitti, kvitti, kvitt fyrir innlitið :)

Verðum svo að hittast við tækifæri í bjór/rauðvín/sódavatn/kaffi/sprite/te/Wiský ...

Kannski að við kíkjum á ykkur í vikunni. Lofum að hringja á undan hehe :)

Kveðja,
Sólfríður Jules Jacobsen

Nafnlaus sagði...

Taco Bell.. fóruð þið alla leið í Hafnarfjörð. Mmm mig langar í solls. En já.. þín verður sko sárt saknað.