föstudagur, apríl 11, 2008

OMG

já það er ekki hægt að segja annað en OMG....það eru innan við 3 vikur í fyrsta próf og maður er nett farin að fá í magann.
Ég verða þó að hrósa mér fyrir hvað ég er búin að vera dugleg undanfarnar vikur að (undanfarna 2-3 vikur) að mæta snemma á morgnanna niður á bókhlöðu og lesa til 16-18 á daginn. Það er samt alveg ótrúlegt þó maður sé að "massa" þetta þá er það sem ég er búin að fara yfir nánast eins og dropi í hafið (ýkjur að sjálfsögðu) en það er alveg heill hellingur eftir.
Ég, Binni og Ásta Marteins erum að fara á árshátíð Liverpool klúbbsins 26.apr (4 dögum fyrir lífeðlisfr.prófið) þannig minns verður ekki að drekka þá. Næsta djamm er ekki fyrr en eftir 14.maí (eftir síðasta próf s.s.)
Ég er búin að tala við deildarstjórann á R2 (endurhæfingin á Grensás) og ég verð þar í sumar 80%. Það verður svolítið spes að fara að vinna eitthvað annað en að svara í símann eða bera fram mat.

Ætla að koma mér héðan út, er að fara í ræktina og svo er Bryn og Bína á leiðinni í bæinn ef þær hafa ekki stranda á Steingrímsfj.heiðinni - Bryn ætlaði að láta mig vita þegar þær væru í Hólmavík, en hún hefur pottþétt gleymt því ef ég þekki mína konu rétt (já við erum orðnar 25 ára og því kallaðar konur - ég er samt enn stelpa í anda)

Bið að heilsa í bili....væri ógó gaman að fá commen og einhver hughreystandi orð á þessu síðustu og verstu tímum sem eru framundan ;o)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Koma svo, massa þetta. Hitti þig í ræktinni á morgun orðin hress aftur.

April sagði...

hvað er nú gott að heyra það :oD

Nafnlaus sagði...

Koma svo... you can do if... if you can't do it no-one can!

April sagði...

það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi...bara erfitt að hafa viljann fyrir hendi þegar sólin skín og fuglarnir syngja, eins og t.d. núna í dag

Nafnlaus sagði...

Ohhh ég hlakka svo til að fara á árshátíðina, verður ýkt gaman hjá okkur :)

April sagði...

oooohhh já :o)