sunnudagur, maí 18, 2008

Hestaferð

já mér var boðið í hestaferð í gær þar sem sumir sem höfðu skráð sig og greitt staðfestingargjaldið (óendurkræft) hættu við af einhverri ástæðu var mér bara boðið með.
Í dag er ég svo að drepast í setbeininu og með harðsperrur í öxlunum.
Sunnudagurinn mun fara í lítið annað en að slappa af og hafa það notó, líka á morgun og svo byrja ég að vinna á þri, sem verður bara gaman :o)
Ég er svo búin að setja inn myndirnar af Próflokadjamminu sem við skelltum okkur á á miðvikudaginn (námsmenn gera ekki greinamun á helgi og virkum degi) endilega kíkið á það. Set svo einhverjar myndir af hestaferðinni inná seinna í dag eða á morgun ;o)

bæbæ

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohh.. ég hefði svo viljað fara í Hestaferðina :( Sérstaklega víst að þér var boðið með. But well,,, bara vonandi að þú sért ekki að vinna á eurovision, þá tökum við sjá tjútt :)

April sagði...

þetta var rosalega gaman...ég er búin að panta að vera með í næstu ferð, þú veist þá bara af því ;o)
ég er hins vegar að vinna á Euro...svona er að vera nemi sem má ráðskast með

Nafnlaus sagði...

Þetta eru ekkert smá skemmtilegar myndir, samt ansi skrautlegar, sérstaklega þessi sem sýnir allan meltingaveginn á mér!!!! Takk samt aftur fyrir geggjað djamm og gangi þér vel í sumar, hlakka til frekari djamma með þér og þessum skemmtilegu skólafélögum!! :)

Garðar hjúkkunemi!!