miðvikudagur, maí 14, 2008

la vita bella

Svona á lífið að vera
var að klára prófin....kommenta ekkert á hvernig mér gekk nema fósturfræðin þar sem ég fékk 8, takk fyrir það
fór í klippinguna (var komin með alverlegt tilfelli af ljótunni) og fór svo í LaSenza að versla fyrir afmælispeninginn (var búin að bíða með hann fyrir þetta)
sit svo núna úti á svölum í sólinni að drekka bjór og lakka á mér táneglurnar :o) lífið gerist ekki mikið betra þessa stundina...nema kannski að einkunnin fyrir lífeðlisfræðina kæmi inn með 9,5 handa mér....en ég er ekkert að velta mér upp úr því (heldur sólskini)
Svo þegar ég er búin með bjóri fer ég í sturtu og hafa mig til fyrir kvöldið. Við ætlum nokkur að taka prófloka djammið í kvöld....og af hverju að hafa það á virkum degi en ekki að bíða fram á föstudag?? Því hjá okkur hefur ekkert verið nein helgi eða djamm...svo eru líka nokkrir sem hafa verið að vanrækja krakka og maka (í mínu tilfelli maka) og vilja frekar eyða helginni með þeim.
Ég fer svo í kveðju/útskriftarpartý hjá Unu og föstudaginn og svo út að borða og leikhús með Binna á laugardaginn....lífið er fallegt

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég heyrði ekkert frá þér eftir hvítvínið... þinn tími hefur kannski barasta verið kominn ;)