Það hlaut að koma að því...ætlaði nú ekki að láta þetta gerast en þetta gerist samt...ég varð fyrir stunguóhappi í vinnunni. Það var tekin blóðprufa hjá mér og þeim sem ég hafði verið að gefa insúlín. Þetta sýnir manni samt hvað þetta er ótrúlega fljótt að gerast, var sem sagt með insúlínpenna og þegar ég var búin að gefa insúlínið ætlaði ég að setja lokið aftur til að gera skrúfað nálina af (penninn er fjölnota en skipt um nálar). Ég geri eins og reglur segja til um, legg tappann á borðið og "veiði" hann upp á nálina. Þegar ég ætla svo að skrúfa hann á, hafði nálin beyglast í tappanum og stungist í gegnum plastið og í vinstri þumalinn minn. Það kom svo sem ekki mikið blóð og ég náði að þrýsta einhverju blóði í vaskinn og skola. Það var samt skráð atvik í atvikaskránna og blóð sent í sýni bæði frá mér og sjúklingnum....alltaf spenna í vinnunni hjá mér
Annars er mest lítið að frétta af mér og mínum. Vinna og vinna og vinna....við fáum Sollu og Tryggva (par sem við kynntumst í gegnum Unu) í grill og bjór á morgun. Ég er að vinna til kl.13 og vonandi náum við að setja hillurnar og snagana, þá verður herbergið tilbúið (heppnaðist vel b.t.w.) eeeeen það er svo sem ekki hundrað í hættun ef það tekst ekki.
Næsta vika verður svona frekar stembin, held ég sé í fríi bara á miðvikudaginn, kannski ég dundi mér eitthvað með henni múttu minni.
En það er sól og sumar og maður getur ekki annað en notið þess....
föstudagur, júní 27, 2008
föstudagur, júní 20, 2008
Boot Camp og Jónsmessuganga
Ég er byrjuð í Boot Camp og það ekkert smá.
Byrjaði á 17.júní, sameiginleg útiæfing og þrekpróf fyrir þá sem eru nýjir. Held ég hafi staðið mig ágætlega. Hljóp hringinn á 15 mín og gaurinn sagði að þær konur sem hefðu hlupið hann á >12 mín væru í góðu standi fyrir elite prófið sem er á helginni (ég er ekki að fara í það) en það vantaði bara 3 mín upp á hjá mér og mér finnst það bara nokkuð gott. Svo var meira dót sem við vorum að gera, armbeygjur, magaæfingar froskahopp og fl. Ég er búin að ákv að mæla árangurinn í hversu mikið ég eyk hraðann, gert margar armbeygjur á tánnum (engin eins og staðan er núna) og þannig heldur en að vera eitthvað að festast í einhverjum tölum á vigtinni.
Svo í kvöld fer ég í Jónsmessugöngu með LSH (Landspítali Háskólasjúkrahús)og er mæting kl.17. Ætlum að labba upp Brynjudal í Hvalfirðinum ef ég man rétt. Þetta er víst ekkert brjáluð brött leið en frekar löng, förum mest 300 m yfir sjávamál.
Annað merkilegt eða kannski ekki...við ætlum að mála herbergið aftur, setja upp snaga á vegginn og hillur fyrir bækurnar. Þá verður skipulagið aðeins betra og ekki svona allt út um allt. Binni stendur í þeirri trú að ég hafi ekki vit á lit (híhí rímar) en ég held ég geri það. Mér finnst græni liturinn á veggnum fyrir ofan rúmið bara mjög flottur og passar vel við rúmgaflinn og náttborðin. Við finnum einhverja lausn á þessu, ég vil hafa ljósan og dökkan lit og ljósa litinn í svona hvítu með smá brúnu eða gráu í, og dökka litinn þá sama lit bara 2 tónum dekkri. Binni vill hafa dökka litinn það sem ég kalla ljósan lit og hvítt....ég fer alla vega í dag og næ í prufur...
Ekki meir í bili, þarf að fara að henda úr skápnum og ákv. hvaða bækur fara niður og hverjar fara á hillurnar. Þetta verður ekkert smá flott :o)
Byrjaði á 17.júní, sameiginleg útiæfing og þrekpróf fyrir þá sem eru nýjir. Held ég hafi staðið mig ágætlega. Hljóp hringinn á 15 mín og gaurinn sagði að þær konur sem hefðu hlupið hann á >12 mín væru í góðu standi fyrir elite prófið sem er á helginni (ég er ekki að fara í það) en það vantaði bara 3 mín upp á hjá mér og mér finnst það bara nokkuð gott. Svo var meira dót sem við vorum að gera, armbeygjur, magaæfingar froskahopp og fl. Ég er búin að ákv að mæla árangurinn í hversu mikið ég eyk hraðann, gert margar armbeygjur á tánnum (engin eins og staðan er núna) og þannig heldur en að vera eitthvað að festast í einhverjum tölum á vigtinni.
Svo í kvöld fer ég í Jónsmessugöngu með LSH (Landspítali Háskólasjúkrahús)og er mæting kl.17. Ætlum að labba upp Brynjudal í Hvalfirðinum ef ég man rétt. Þetta er víst ekkert brjáluð brött leið en frekar löng, förum mest 300 m yfir sjávamál.
Annað merkilegt eða kannski ekki...við ætlum að mála herbergið aftur, setja upp snaga á vegginn og hillur fyrir bækurnar. Þá verður skipulagið aðeins betra og ekki svona allt út um allt. Binni stendur í þeirri trú að ég hafi ekki vit á lit (híhí rímar) en ég held ég geri það. Mér finnst græni liturinn á veggnum fyrir ofan rúmið bara mjög flottur og passar vel við rúmgaflinn og náttborðin. Við finnum einhverja lausn á þessu, ég vil hafa ljósan og dökkan lit og ljósa litinn í svona hvítu með smá brúnu eða gráu í, og dökka litinn þá sama lit bara 2 tónum dekkri. Binni vill hafa dökka litinn það sem ég kalla ljósan lit og hvítt....ég fer alla vega í dag og næ í prufur...
Ekki meir í bili, þarf að fara að henda úr skápnum og ákv. hvaða bækur fara niður og hverjar fara á hillurnar. Þetta verður ekkert smá flott :o)
fimmtudagur, júní 12, 2008
Esjan
þá er fyrsta Esjuganga sumars búin. Það eru nokkrar á deildinni sem eru einhverjir gönguhrólfar og fengu fólk í þessa göngu. Þetta var nú frekar fjölskylduvænt, byrjuðum rólega og nokkur stopp sem var ekkert verra því veðrið var meiriháttar, sérstaklega í gilinu áður en maður fer í grjótið (man ekki hvað það heiri). Sólin skein beint á okkur og varla gola, oftast er einhver vindur sem kemur ofan af fjallinu en þarna var bara ekki neitt.
Gott að vera byrjuð á þessu og halda áfram út sumarið. Það er svo Jónsmessuganga á vegum LSH 20.júní og þar sem ég er ekki að vinna er ég að spá í að skella mér, veit ekki hvernig það á eftir að virka því ég byjra í Boot Camp daginn áður. Maður lætur sig hafa þetta :o)
Annars er mest lítið að frétta, vorum í Varmahlíð að halda upp á afmælið hennar Ástu, gáfum henni stóra Liverpoolkönnu og lyklakippu, sem Gunni ætlaði að láta hverfa (hann er Man. Unt. maður) og svo ilmvatn sem ég man ekki hvað heitir en þegar ég fann lyktina af því vissi ég að þetta var eitthvað fyrir Ástu. Og viti menn....hún hafði einmitt verið að skoða þetta sama ilmvatn hjá vinkonu sinni sem vinnur í Hagkaup. Þannig já hún var mjög ánægð með gjafirnar frá okkur.
Svo er bara að vinna framundan, tek 2 næstu helgar í að vinna, svo grill og bjór með Sollu og Tryggva (par sem við kynntumst í gegnum Unu), vinna eina helgi og svo helgi ársins....FLATEY 11-13. júlí.
Ef það verður eitthvð í líkingum við það sem var í fyrra þá verður þetta bara snilld...
Hef ekki meira að segja í bili...
Gott að vera byrjuð á þessu og halda áfram út sumarið. Það er svo Jónsmessuganga á vegum LSH 20.júní og þar sem ég er ekki að vinna er ég að spá í að skella mér, veit ekki hvernig það á eftir að virka því ég byjra í Boot Camp daginn áður. Maður lætur sig hafa þetta :o)
Annars er mest lítið að frétta, vorum í Varmahlíð að halda upp á afmælið hennar Ástu, gáfum henni stóra Liverpoolkönnu og lyklakippu, sem Gunni ætlaði að láta hverfa (hann er Man. Unt. maður) og svo ilmvatn sem ég man ekki hvað heitir en þegar ég fann lyktina af því vissi ég að þetta var eitthvað fyrir Ástu. Og viti menn....hún hafði einmitt verið að skoða þetta sama ilmvatn hjá vinkonu sinni sem vinnur í Hagkaup. Þannig já hún var mjög ánægð með gjafirnar frá okkur.
Svo er bara að vinna framundan, tek 2 næstu helgar í að vinna, svo grill og bjór með Sollu og Tryggva (par sem við kynntumst í gegnum Unu), vinna eina helgi og svo helgi ársins....FLATEY 11-13. júlí.
Ef það verður eitthvð í líkingum við það sem var í fyrra þá verður þetta bara snilld...
Hef ekki meira að segja í bili...
mánudagur, júní 02, 2008
Sumarið 2008
Þá er sumarið 2008 opinberla hafið.
Ég verð að vinna á endurhæfingardeildinni á Grensás í sumar og held það verði bara frábært :o)
Ég er líka búin að skrá mig í Boot Camp og byrja þar 19.júní. Hlakka rosalega til að byrja þar, búin að segja upp kortinu í Hreyfingu og verð í Boot Camp til 6.sept. Hvað ég geri eftir það kemur bara í ljós.
Ég er líka búin að ákv að ganga yfir "fjallið" sem er rétt við bústaðinn hans Binna í Kjósinni helgina 25. júlí. Þetta verður engin rosaganga en ég held þetta sé svona 6 klt ganga...vona það alla vega :o)
Helgin var góð núna, fórum upp í bústa í leti, næstu helgi förum við norður í afmælið hennar Ástu og komum við hjá ættingjunum hans Binna í leiðinni.
Svo er bara vinna, leika, vinna, leika, vinna og s.f.v. í sumar.
Skólinn hefst svo 25. ágúst og aldrei þessu vant hlakka ég bara nokkuð til :o)
Ég verð að vinna á endurhæfingardeildinni á Grensás í sumar og held það verði bara frábært :o)
Ég er líka búin að skrá mig í Boot Camp og byrja þar 19.júní. Hlakka rosalega til að byrja þar, búin að segja upp kortinu í Hreyfingu og verð í Boot Camp til 6.sept. Hvað ég geri eftir það kemur bara í ljós.
Ég er líka búin að ákv að ganga yfir "fjallið" sem er rétt við bústaðinn hans Binna í Kjósinni helgina 25. júlí. Þetta verður engin rosaganga en ég held þetta sé svona 6 klt ganga...vona það alla vega :o)
Helgin var góð núna, fórum upp í bústa í leti, næstu helgi förum við norður í afmælið hennar Ástu og komum við hjá ættingjunum hans Binna í leiðinni.
Svo er bara vinna, leika, vinna, leika, vinna og s.f.v. í sumar.
Skólinn hefst svo 25. ágúst og aldrei þessu vant hlakka ég bara nokkuð til :o)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)